Jólin nálgast

Þar sem stutt er til jóla þá langar mig að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Nýjar myndir

Í þessu blog letikasti mínu þá er ég að reyna að bæta það aðeins upp með því að bæta myndum í myndaalbúmin mín Smile

Rjúpa

Við bræðurnir skruppum á sunnudagsmorguninn í rjúpu og var veðrið alveg skaplegt á fjöllum þennan dag enda var markmiðið vísindaferð með góðri steik að henni lokinni. Fórum víða en sáum ekki mikið af fugli en fórum sáttir heim.

Okurverð á olíu á Hellu

Ég tók olíu í dag hjá OB á Selfossi sem varla er í frásögur færandi nema að þar kostar lítrinn 170,6 og svo þegar ég sá lítraverðið hjá Olís á Hellu þá var það 182,4 mismunur upp á 11,8 krónur sem mér finnst allt of mikill,Angry einhver gæti sagt að það væri meira vöruúrval á Hellu en það er ekki hægt að hlusta á þau rök því að hjá Olís á Selfossi var lítrinn á um 177 krónur.

Erfitt verður það!!!!

Ísland lenti í riðli með Þýskalandi, Noregi og Frakklandi, þremur af allrasterkustu liðum Evrópu. Á EM í Finnlandi næsta sumar og að sjálfsögu er þetta í kvennaboltanum Happy


Aðventukransinn

Þar sem nú styttist í aðventuna þá langar mig að setja hér inn grein sem ég fann um kertin á honum, en maður man nú kannski ekki alltaf eftir því hvað þau heita.

Fyrsta kertið heitir Spádómskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans. Annað kertið er Betlehemkertið. Þriðja kertið er Hirðingjakertið en það er nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir af fæðingu frelsarans. Fjórða kertið er Englakertið sem minnir okkur á englana sem fluttu okkur fréttirnar af fæðingu frelsarans.

Annars er allt gott að frétta af mér, búinn að vera latur að blogga sökum anna, en ég er þó búinn að finna til jólaseríurnar því það þarf víst eitthvað að dytta að þeim áður en ég hengi þær út. Villibráðarveisla verður hjá okkur félögunum á morgun og verður byrjað að elda um 2 en það tekur okkur um fjóra tíma að hrista það fram úr erminniWizard   Á boðstólum verða um fimmtán réttir og það er allt bráð sem við félagarnir höfum náð.


Rjúputúr 1 og 2 nóvember

Við félagarnir vorum að koma að norðan úr Þingeyjarsýslunni en þar vorum við í rjúpu og gekk okkur bara ágætlega. Veðrið skemmdi þó nokkuð fyrir aflabrögum en ég myndi áætla að vindhraði hafi verið 12 - 14 metrar á sek  og það var svona í lagi að veiða undan vindi en vonlaust á leiðinni í bílinn. Rjúpan var frekar stygg og flaug langt þegar við fældum hana upp, en hún var í hópum allt að 60 fuglum. Snjórinn var þannig að á köflum vorum við að sökkva upp í miðja leggi og það var erfitt að ganga, ég lenti í því að togna í nára í þessum túr þannig að ég lá bara heima og hafði það gott á sunnudeginum og tók á móti gestum úr Brúnahlíð.

 

Picture 041


Nýr forseti ASÍ

Byrja á því að segja ykkur að ég hef ekki myndað mér skoðun á því ennþá hvort ég sé með eða á móti ESB aðild,  ég hef ekki séð kosti þess og galla. Nýi forseti ASí hann Gylfi er aftur á móti með þetta allt á hreinu, ég komst að því á trúnaðarmannráðstefnu Rafiðnaðarsambandsins um daginn. Þar sagði hann okkur alla kosti þess að sækja um aðild og hvað það væri gott að hafa evru sem gjaldmiðil en ég varð undrandi á svari hans þegar ég spurði hvort þjóðverjar væru ekki í basli með sinn útflutning því evra væri svo há gagnvart dollar. Hann svaraði "útflutningur okkar til landa með dollara er ekki svo mikill 12 eða 20%  og skiptir ekki máli(ég mann ekki hvora töluna hann nefndi) við erum að komast í 550.000.000 manna samfélag. Verður einhver hissa á því ef ASí þingið samþykkir einróma ESB aðild. Held ekki. En hvað skildu þetta vera margir milljarðar sem honum er sama um??

Góð áminning þessa dagana

 Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.


Höf: Hjálmar Freysteinsson, lækniog hagyrðingur á Akureyri.

Sláturgerð

Verð að fá að kvarta aðeins núna og sýna að ég sé á lífi en ég er búinn að vera mjög latur að blogga undanfarið. Dvaldi að vísu í Barcelona í viku um daginn í góðu yfirlæti. Ég og Óðinn ákváðum að taka slátur og hristum við það fram úr erminni í gærSmile  Við keyptum slátrið í Nóatúni á Selfossi sem er varla í frásögur færandi nema hvað vambirnar sem fylgdu með voru úldnar og urðum við að kaupa okkur gervi vambir. Þetta finnst mér afskaplega lélegt núna í sláturtíðinni og það við hliðina á sláturhúsinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband