2.4.2010 | 21:47
Gosið í Eyjafjallajökli
Ég var að setja inn nokkrar myndir af eldgosinu í albúm sem heitir NÁTTÚRAN. Ég er búinn að skoða gosið núna tvisvar í nálægð. Fór fyrt á fimmtudaginn í síðustu viku og byrjaði á því að fara upp á Þórólfsfellið og tók þar nokkrar myndir ásamt því að setja upp örbylgjuloftnet með veðurstofumönnum en síðan var haldið leið í Þórsmörkina á vaði yfir Markarfljótið sem er á móts við Húsadalinn. Við héldum inn í Goðaland og var stefnan tekin á Hrunagilið og ætluðum við upp austur gilbarminn og komast þannig að hraunfossinum en lentum á um 100 metra háu hengiflugi og urðum frá að hverfa. Fórum niður í gilið og að hraunendanum sem rann þar á um 2 km hraða og var mjög gaman að sjá nýtt landslag veltast yfir það gamla og þar með hurfu okkar fótspor og sjást aldrei meira. Síðan var haldið upp vestur hlíð gilsins og reyndist hún líka ófær þannig að við héldum heim fullir af sælu . Á miðvikudaginn héldum við síðan gangandi upp frá Básum og lá leið okkar upp á Bröttufönn. Þegar á Morinsheiðina var komið blasti við okkur hraunfossinn í allri sinni dýrð og stöldruðum við þar um stund við myndatökur. Síðan lá leið okkar yfir Heljarkamb og upp Bröttufönnina sem er ekki sú skemmtilegasta að ganga :-) þegar við erum að staulast þetta upp fréttum við að ný sprunga sé að myndast og var það til þess að enn var hert á göngunni og komumst við upp að lokum og sáum þetta í allri sinni dýrð eldri gýgurinn svipaður að afli en nýja sprungan að bæta við sig og var það ótrúlega falleg sjón og hrikaleg. Þetta er trúlega sá dagur sem seint líður úr mynni okkar sem þarna stóðum því fegurðin var stórkostleg.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.