5.4.2007 | 14:54
Fjallaferð
Jæja við Páll eru byrjaðir að æfa okkur fyrir Hvannadalshnjúkinn þann 27 maí í fjallaferðum. Við byrjuðum að á að fara á Fagrafellið en fyrir algjör mistök þá gleymdum við að hafa með okkur GPS tæki svo að við verðum að fara aftur til að hæðarmæla það betur. En í gær þá var það Þríhyrningur sem við fórum á og reyndist hann um 700m en þar er núna aurbleyta á köflum. Þegar upp var komið þá var gaman að horfa yfir nágrennið en útsýnið var ekki alveg nógu gott því það var mistur í loftinu. Við fórum á þrjá tinda af fjórum ætlum að geyma hann þangað til síðar því hann er það erfiður og það er betra að frost verði farið úr jörðu svo að það verði ekki hætta á að við rennum niður.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.