13.4.2007 | 18:04
Heilræði sem skrifuð voru 27 febrúar 1927
Hinn frægi skáldsagnahöfunur frakka Alexander Dumas eldri ráðlagði eitt sinn ungum manni, sem leitaði til hans, það sem hér fer á eftir. Fáðu þér göngusprett á hverjum degi og sofðu í 7 tíma á hverjum sólarhring ef þú getur komið því við. Gakk til hvílu strax þegar þú ert syfjaður og farðu á fætur undir eins og þú vaknar og byrjaðu vinnu þína. Borðaðu og drekktu aldrei meira en en líkaminn þarfnast. Talaðu aðeins þegar það er nauðsynlegt, og segðu það eitt sem þú meinar. Skrifaðu ekki annað en það sem þú getur með góðri samvisku sett nafn þitt undir. Gerðu aðeins það sem þú þarft ekki að þegja yfir. Vertu fljótur að fyrirgefa öllum mönnum og fyrirlíttu þá ekki og því síður máttu hata þá. Hlæðu að þeim í hljóði og aumkaðu þá. Hugsaðu um dauða þinn hvern morgun þegar þú opnar augun og hvert kvöld þegar þúlokar þeim. Mundu ætíð að aðrir treysta á þig en þú mátt ekki vera upp á aðra kominn, ef þér er það mögulegt. Sé þér ætlað að líða mikið þá gagtu beint á móti örðugleikunum með öllum þeim kröftum sem þér eru gefnir og verða þeir þér þá til huggunar og lærdóms. Vertu svo nægjusamur, gagnlegur og frjáls sem þér er unnt. Komi fyrir að þú efist um tilveru guðs þá skaltu þú varast að neita henni fyrr en það er sannað að hann sé ekki til.
Ritað af Bergþóru Ísaksdóttur
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.