14.4.2007 | 17:51
Vinstri Grænir og Hellisheiðarvirkjun
♣Jæja ég ætla að reyna að koma þessum hugrenningum mínum á blað loksins og svo að enginn sé í vafa sem les þetta þá er ég náttúruvendarsinni og virkjanasinni því að ég álít að þetta fari vel saman að mörguleiti þó svo að menn virðist vera á móti vatnsaflsvirkjunum í dag en styðji gufuaflsvirkjanir. Þegar upp kom sú tillaga að byggja Kárahnjúkavirkjun þá virtist allt verða vitlaust út af því að hálendi Íslands væri ónýtt, ekkert Yellowstone í myndinni eins og Ómar vildi. En hvað er hálendi jú það fer eftir því hvar við setjum þau mörk.
Í eftirfarandi tölfræði er miðað við upplýsingar Hákons Aðalsteinssonar, frá Orkustofnun
Landið allt er u.þ.b. 103.000 km2
Af því reiknast hálendi, svæði yfir 400 m og er það u.þ.b. 60.000 km2
Ef frá eru dregnir jöklar og fjalllendi situr eftir um 40.000 km2
Lón virkjana í rekstri eru samtals um 257 km2
Lón virkjana í rammáætlun, sem ekki eru þegar í rekstri, þ.m.t. lón Kárahnjúkavirkjunar, eru u.þ.b. 310 km2
Samtals er því verið að tala um að væru öll áform 1. áfanga rammáætlunar framkvæmd, væru lónin um 567 km2 af 40.000 km2
Dæmi um lónstærðir: Þórisvatn = 71 km2, Blönduvirkjun = 70 km2, Kárahnjúkar = 66 km2
Svo þið sjáið það að þetta er ekki mikil skerðing á landinu og svo þar sem þessi lón hafa verið sett þá er verið að sökkva svörtum sandi í flestum tilfellum. Þegar Kárahnjúkavirkun var á frumstigi þá komu hinir ýmsu spekingar og vildu gera þetta svæði að útivistarparadís og fá um 12000 manns á svæðið á ári, ég reyndi að fá upplýsingar um það hvað allur þessi mannskapur mengaði mikið, hvað yrði um gæsir og hreindýr við þennan mikla átroðning en engin svör hef ég fengið enn. Ef 12000 manns fara að ganga þarna um í þessu viðkvæma landi þá held ég að það myndi fljótt breytast í það að lýta út eins og leiðin yfir Fimmvörðuháls fyrir ofan Básana en þar er komið allt að eins meters djúpt úrrennsli í gönguleiðinni og eru menn bara að búa til ný þar sem byrjað er að ganga við hliðina á þeim gömlu.
Steingrímur J. Kolbrún H. og Ögmundur J. fóru daglega í pontu á þinginu til að berjast gegn þessari virkjun og álverinu eins og alþjóð veit, einnig misnotaði Ómar aðstöðu sýna og fór ekki alltaf með réttar staðreyndir. Þessi þrjú fyrst nefndu studdu aftur á móti Hellisheiðarvirkjun og væri fróðlegt að vita hvað þau töluðu margar mínútur gegn þeirri virkjun. Ég efast um að R-listinn í Reykjavík hefði lifað lengi ef þau hefðu barist gegn Hellisheiðarvirkjun og uppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur í stóriðjumálum. Hellisheiðin sem slík hefði getað orðið útivistarparadís Reykvíkinga og sunnlendinga ef rétt hefði verið staðið að málum en þess í stað er hún lögð í rúst og allir segja amen. Jú alveg rétt fundið var upp nýtt orð í Íslenku þessi virkjun er afturkræf, uff segja Vinstri Grænir R-listasamstafinu er borgið það er hægt að fjarlægja allt af heiðinni og allt gott á eftir sögulok, en lífið er ekki svona þetta er eins og tappinn sé tekinn úr Kárahnjúkastíflu mannvirkið stendur eftir, en kæru lesendur það þarf heilt eldgos til að lagafæra þær skemmdir sem búið er að vinna á Hellisheiðinni og enginn segir neitt. Þannig að það er alveg ljóst að umhverfisstefna Vinsti-Grænna er bara pólitísk og samkvæmt þess hefðu þeir ekki sagt orð ef Davíð hefði leyft þeim að vera með í stjón landsins. Enginn talar um allar þær eiturtegundir sem upp úr jörðinni koma þarna og gaman þætti mér að fá að vita það því bara sú litla öndun sem upp úr hrauninu kemur eyðileggur alla galvanseringu á línunum sem yfir hraunið liggja og turnarnir ryðga. Þetta er Brennisteinskoldíoxid. Og nú það allra nýjasta línur landsins eru farnar að pirra Árna Johnsen og segir hann í mogganum í dag "það þarf að hreinsa Hellisheiðina og nálægt svæði af víradraslinu" Ég spyr hvernig haldið þið að það sár liti út á heiðinni ef grafið yrði yfir hana 2 metra breiður skurður til að koma jarðstrengjum fyrir. Ég stið það að reist séu álver hér á landi og þau knúin áfram af umhverfisvænum virkjunum ég sé ekki að það sé betra að þau séu annarsstaðar og þá knúin af kolaorkuverum. Svona í lokin þá langar mig til að þeir umhverfissinnar sem lesa þetta og berjast gegn virkjunum á Íslandi sem eru þó að framleiða umhverfisvæna orku. Hvað elda mörg ykkar á gasi og finnst það í lagi?
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 119066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ekki hrifin af öllum þessum virkjunum, en þú hefur margt til þíns máls. Ef hver og einn einstaklingur hagaði lífi sínu þannig að hann meingaði minna, þá væri grettirstak unnið í umhverfismálum. Ég fór fyrir mörgum árum á námskeið hjá Landvernd í vistvernd og er ekki í vafa um að allir grænir stjórnmálamenn ættu að sjá sóma sinn í því að gera slíkt hið sama.
Meingun frá Hellisheiði er mikil og verðum við í Reykjavík áþreifanlega vör við hana, en auðvitað er lítið um það talað.
Ester Sveinbjarnardóttir, 18.4.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.