21.4.2007 | 00:03
Tetrasendir Bláfelli
Ég vaknaði að morgni sumardagsins fyrsta klukkan 05:30 til að koma mér af stað inn á Bláfellsháls á Kjalvegi ásamt Dóra vinnufélaga mínum, þar áttum við að hitta menn úr björgunarsveitinni á Selfossi. Þyrla gæslunnar TF-Líf og maður frá Neyðarlínunni var þar um borð. Verkefni dagsins var að koma upp á tindinn á Bláfelli húsi sem inni heldur Tetrasendi Neyðarlínunnar. Í fyrstu ferð þyrlunnar fórum við upp til að finna staðsetningu á húsinu en hún hafði verið forunnin haustið 2006. Á topppnum var um 1 meters þykkur snjór og þrátt fyrir frábært veður logn og sól, mikinn starfsvilja þá fundum við ekki staðsetninguna á húsinu, mokuðum þó nokkuð stóra gryfju. Við ákváðum að láta þyrluna byrja að flytja búnaðinn upp þrátt fyrir þetta og tókst okkur að fá 3 húsfestingar, rafgeymasettið og spenninn fyrir húsið en hann áttum við að tengja. Þyrlan reyndi að lyfta húsinu en hafði það ekki sökum þyngdar það var um 2,4 tonn samkvæmt vikt í þyrlunni svo að hætt var við að flytja það upp og er nú beðið eftir annari þyrlu og góðu veðri. Áhöfn þyrlunnar kvaddi okkur upp úr eitt en þá varð hún að fara í bæinn og tanka gat ekki meira sökum eldsneytisskorts. Við fórum inn í gil til að reyna að finna endann þar á háspennustrengnum en hann fannst ekki þrátt fyrir leit og mokstur. Snjóbíll björgunarsveitarinnar fór upp á topp og ruddi hann og þá fannst staðurinn þar sem húsið á að standa. Við verðum sem sé að fara aftur svo að við getum lokið okkar verkefni og fengið þennan sendi til að virka. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í þyrlu og get ég ekki sagt annað en að þetta var alveg meiriháttar flugferð, þegar við fórum af fjallinu þá steypti hún sér fram af og hefði hún gert það aðeins brattara þá hefði þetta verið eins og í rússibanaferð :-)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög skemmtileg ferðasaga hjá þér Brynjar minn. Þetta hefur verið alveg meiriháttar ferð hjá ykkur :-) Haltu skrifunum áfram og hlakka ég til að heyra framhaldið frá næstu ferð :-)
Kær kveðja
Berglind
Berglind Johnsen-Svansdottir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.