5.5.2007 | 12:55
Esjan sigruð
Jæja loksins smá tími til að bloga en sökum anna þá hef ég ekki hat tíma til þess lengi en ég vona að þetta fari að batna hjá mér. Það sem helst er búið að vera á döfinni hjá mér er að hún Dagný gekk í Val í síðustu viku og var hennar fyrsti leikur sem leikmaður með 2fl. við KR og endað sá leikur 3-3. Ég var á RSÍ þingi föstudag 27 og laugardag 28 ap. og það sem við höfðum fyrir stafni þar má lesa á http://www2.rafis.is/ en þetta var alveg ágætis þing. Var svo í gær 4 maí á málþingi um skaðsem rafmagns á líkamann og hvað gerist þegar rafstraumur hleypur í gegnum hann.
Ég hafði ekkert komist á fjöll þessa dagana einungis labbað um 12km á miðvd. og svo 3.5km á fimmtud. svo að ég varð að fara á eitt fjall og þar sem ég var í bænum þá ákvað ég að skella mér á Esjuna en það fjall hef ég stefnt á lengi, enginn hafði tíma til að koma með mér svo að ég fór einn upp á Þverfellshorn og þaðan aðeins inn á fjallið. Útsýnið var þokkalegt en fjöllin á Reykjanesi og jöklarnir fyrir austan sáust illa vegna éljaklakka. Elfar vinur minn stoppar alltaf orðið við steininn held að hann þori ekki upp :-) en hann verður að fara að taka sig á því það er orðið svo stutt þangað til við förum á Hvannadalhnjúk, Elfar minn þú verður að fara að venjast hæðinni.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.