28.5.2007 | 16:42
Hvannadalshnjúkur 26 maí
Við vöknuðum klukkan 3:45 alveg eldsprækir ferðafélagarnir og tilbúnir í nánast hvað sem var, að vísu var okkur bent á það síðar af nágrönnum okkar að þetta var aðeins of snemmt að þeirra mati. Við vorum svo komnir að Sandfellinu um fimmleitið og hófst svo gangan upp 5:20. Ferðin upp að jökli í 1100 m gekk ágætlega og vorum við komin þangað um níuleitið og fórum við þá að næra okkur og gera línuna klára, við félagarnir erum það hófsamir að við völdum fimmtulínuna en hún er á meðalhraða upp. Í línuna völdust alveg ágætis ferðafélagar sem skiptust í 4 Akureyringa, 2 flatlendinga, 2 Reykvíkinga og 1 Mýrdæling en hann var línustjórinn. Þegar gangan upp jökulinn hófst þá var hitinn orðinn mjög mikill því það var sól og logn, svitinn rann í stríðum straumum á þessum kafla ferðarinnar og ekki bætti það úr skák að göngufærið var mjög þungt eins og sést best á því að við vorum 14,5 klst. að fara upp og niður en í fyrra 12 klst. Þegar við vorum komin í um 1500 m hæð skall á okkur hríð sem gerði það að verkum að skyggni var mjög lélegt og gengum við alveg á toppinn í þessu veðri en þar upp var -9°C. Þessi hríð gerði það að verkum að við sáum ekkert fyrr en við vorum komin í um 600 m hæð á leiðinni til baka, en hópurinn var jákvæður og glaðlindur þannig að þetta hafði ekki mjög mikil áhrif á hann og ætla menn bara að fara aftur á næsta ári og reyna þá að fá betra útsýni. Eins og áður er sagt þá vorum við í línu fimm en þegar við vorum að nálgast tindinn þá var fyrsta línan þar stopp og sigum við þá fram úr og urðum fyrst á tindinn af ferðafélagshópnum þessu fögnuðum við síðar um kvöldið með eggjaveislu en þar voru á borðum Fílsegg, Svartbaksegg og svartfuglsegg í boði Mýrdælingsins, með þessu var svo drukkið rauðvín, bjór og Pepsí max.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekkert að segja meira frá hinum frábæru norðlendingum sem tóku ykkur í nefið:)
Ljóskan að norðan
Anna Sigrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 17:10
Jú jú það kemur síðar þegar andinn er betri og rólegra í kringum mig annars verð ég að fara að koma norður og skoða þessa hóla sem þið voruð að monta ykkur af :-)))
Brynjar Svansson, 28.5.2007 kl. 17:25
Stebbi var að koma með 100 myndir úr túrnum mjög góðar nokkrar meira að segja með útsýni:) Þið félagar verðið endilega að koma norður og skoða BREKKURNAR hér:) við Ásta förum létt með að lóðsa ykkur upp.
Anna Sigrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 18:23
Stebbi var að koma með 100 myndir úr túrnum og sumar þeirra eru meira að segja með útsýni
þið skytturnar þrjár verðið endilega að koma á norðurlandið og skoða alvöru BREKKUR
við Ásta förum létt með að lóðsa ykkur upp. Söknuðum þess að sjá ykkur ekki á ballinu í nótt. Við tjúttuðum í 4 klst.
Anna Sigrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 18:28
Sæll Brynjar
Takk fyrir síðast. Erum ákveðin í að reyna við hnúkinn aftur. Ekki væri verra að lenda aftur með ykkur félögunum á línu.
Bið að heilsa félögunum.
Stefán hinn hógværi.
Stefán Sig (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 20:00
Frábært afrek hjá ykkur bróðir sæll.
Kær kveðja frá Berglindi
Berglind (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 03:40
Ég segi nú bara eins og Binna frænka, ´Ert ÞÚ eitthvað skyldur honum Reyni Pétri´?? :-) Ég er það allavega ekki!, er greinilega öll í föðurættina :-D
En frábært afrek og haltu þessu áfram.
Kær kveðja from The Land Down Under :-)
Berglind (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 03:47
Þegar ég kom heim þá kláraði ég ballið, fór svo upp á Súlur daginn eftir og syðri Súlur til að klára nestið og fara í smá brekku.
Ásta fjallageit (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 18:54
Flottastur frændi!!!
Var á Hellu í dag en sá þig ekki. Munaði minnstu að ég hitti dóttur þína í grunnskólanum, var aðeins of sein að fatta. Þú heimsækir nú frænkur þínar í sumarbúðirnar í sumar?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2007 kl. 19:28
Ásta ef þú hefðir ekki flýtt þér svona á hnjúkinn´og borðað nestið þitt þar þá hefðir þú getað verið bara róleg heima og prjónað að norðlennskum sið :-))
Jæja Gurrý ég er á flakki út um allt og var staddur í Biskupstungunum í dag og ég kem til með að heimsækja ykkur í skólann en annars bý ég ekki nema svona 200 m frá honum :-))
Brynjar Svansson, 29.5.2007 kl. 23:03
Takk fyrir síðast garpar og geitur hvenar tók Stebbi allar þessar myndir hélt að það hefði ekki verið mynda stopp?Eru þær á netinu ,kveðja stjórinn úr Mýrdalnum
Grétar (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 23:12
Sæll Grétar þetta var úr túrnum í heild sinni. En þú gerðir nú svo mörg myndastopp þannig að hann tók nú nokkrar í þeim. Sendu okkur netfangið þitt og við sendum þér myndir sem eru teknar "í brekkunum" ljóskan
Anna Sigrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 12:34
Eins og góðum leiðtoga sæmir þá brennir hann Grétar á diska og sendir okkur sitt myndasafn :-) , hvort eru hár eða fjaðrir á þessum geitum?? :-)
Brynjar Svansson, 31.5.2007 kl. 21:50
Að sjálfsögðu eru það fjaðrir ... segir ljóskan. Hef það annars mjög gott, er að prjóna. Fer um helgina, báða daganna, til fjalla. Kveðja, Ásta Fjallageit.
Ásta fjallageit (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:57
Sýnist að spáin sé það leiðinleg að það verið ekki gaman að vera á fjöllum hér sunnanlands fyrr en á sunnudaginn en þá gæti verið þoka í þeim verðum bara að bíða þolinmóð, en það er jú hægt að fara pöbbarölt
Brynjar Svansson, 1.6.2007 kl. 21:13
Eftir pöbbaröltið var þá ekki pínu þoka í höfðinu? Fór upp á Hlíðarfjall á laugardag, en sunnudaginn fór ég upp á Þverbrekkuhnjúk í Öxnadal. Ef þú ferð inn á glerardalur.is getur þú séð smá brekkur.
Ásta fjallageit (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.