1.6.2007 | 22:24
Eru skógar að verða umhverfisslys hér?
Þar sem nú fer sá tími í hönd að allir ætla að fara út að planta trjám til að sporna gegn áhrifum loftmengunar á Ósonlagið og þar með hlýnun jarðar. Í mínum huga er þetta svipað og þegar leigutakar laxveiðiánna fóru að takmarka veiðar við flugu og sleppa öllum fiski í stað þess að fækka stöngum sem hefði frekar hefði átt að gera en færri stangir þýðir jú minni aur í budduna. Engum dettur neitt annað í hug virðist vera en að planta trjám sem ég skil ekki hér á landi þar sem við höfum ósnortnar víðáttur og stuttan vaxtatíma á trjám, ég get nefnt sem dæmi að að eftir nokkur ár þá hætta vegfarendur sem eiga leið á milli Hellu og Hvolsvallar að sjá Heklu vegna skóga sem eru að vaxa þarna á milli, svona er þetta að verða á nokkrum stöðum hér sunnanlands. Ég hef talað við fólk sem ferðast hefur erlendis og spurt það "hvernig var svo landslagið?" ég sá ekkert fyrir trjám var svarið, er það þessi sýn sem við viljum sjá? Við hér á Íslandi megum okkur lítils í baráttunni en við getum barist fyrir verndun regnskóga suður Ameríku sem eru lungu heimsins, einnig betri mengunarvarnabúnaði á verksmiðjum og kolaorkuverum í heiminum, við eigum að berjast fyrir þessu á vettvangi Sameiniðuþjóðanna og sleppa því í staðinn að sökkva landinu okkar fallega í skógi.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rosalega er ég sammála þér, frændi. Sums staðar eru þessi tré algjör umhverfis"mengun". Víðsýnið er svo dýrmætt og hefur verið mikil sérstaða Íslands. Hef ekið um Finnland í rútu og það var algjör hryllingur. Ekkert sást fyrir trjám. Held að við mættum aðeins slaka á í þessu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2007 kl. 22:42
Fólk fer þá að fara í útsýnisflug, gæti verið tækifæri í ferðamannaiðnaði.
Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.