7.6.2007 | 22:32
Vinur í grennd
Þar sem það er frekar mikið að gera hjá mér þessa dagana þá langar mig að setja þessar vísur inn svona til að minna okkur á lífið í amstri dagsins og ekki GLEYMA eins og allt of oft vill verða að lifa. Ég þekki ekki höfundinn af þessum vísum
Vinur í grennd
Í grendinni veit ég um vin sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
Og árin án vitundar minnar
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
Ég hringi á morgun, ég hugsaði þá,
svo hug minn fái hann skilið,
en morgundagurinn endaði á
að enn jókst mill´okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grendinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd ´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnum send
er sannur og einlægur vinur.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ ég veit ekki eftir hvern þetta er en það er þýtt af Sig. Jónssyni tannlækni.
Ester Sveinbjarnardóttir, 7.6.2007 kl. 22:52
Þetta ljóð er eitt af mínum uppáhalds og segir allt sem segja þarf og ætti að rassskella hvern þann sem les það og veit skömmina upp á sig.
Skoða þetta með 21 júlí...er samt ekki viss. En sjáum hvað setur.
Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 8.6.2007 kl. 10:38
hvernig er þetta með þig....bara engar nýjar fréttir?? Þú verður að fara að standa þig betur:)
kveðja úr hitanum og svitanum í Odense!!
Hjördís (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.