Reynslusaga úr netheimum sem ég fékk senda

 

Rakst á þessa einlægu frásögn á vappi mínu um netheima....:

Sko einu sinni var ég á einhverju heilsufæði sem samanstóð af alls konar  baunum...og aukaverkanir af því voru þær að vindgangurinn var rosalegur og hrikalega illa lyktandi...ætla ekki að lýsa honum hér..læt ykkur um að ímynda ykkur þann fnyk!!!  En hvað um það..á laugardagsmorgni þarf ég að bregða mér í Bónus..kallinn vildi bara bíða í bílnum þar sem ég þurfti ekki að gera nein stór innkaup. En röðin var rosalega löng og ég þurfti að bíða lengi lengi...og mér var  mál að leysa vind. En auðvitað gerir maður það ekki í röð í Bónus...svo ég hélt enn fast í mér..og var gjörsamlega orðin viðþolslaus þegar það var loksins komið að mér...hrúgað vörum í pokann og nánast henti peningunum í kassadömuna. Hljóp svo út eins hratt og ég komst..hentist inn í bílinn hjá kallinum mínum..og prumpaði og prumpaði og gaf svo frá mér fegins andvarp og sagði  hátt...AHHHH..ÞETTA VAR GOTT....um leið og ég snéri mér að kallinum mínum til að útskýra þrautagöngu mína í Bónus.

Stelpur..ég hélt að það myndi líða yfir mig...þegar ég leit á hann og sá að ég var í vitlausum bíl....og maðurinn sem sat við stýrið var ekki maðurinn  minn...heldur einhver allt annar kall sem var greinilega að kafna úr  skítafílu OG HAMAÐIST VIÐ AÐ SKRÚFA NIÐUR RÚÐUNA SÍN MEGIN.

Ég hélt ég myndi deyja...tautaði einhver afsökunarorð...og tróðst svo bara út úr bílnum..og aumingja maðurinn sagði ekki orð..var líklega alveg að kafna og greinilega skíthræddur við þennan ruglaða prumpustamp.  Ég fæ enn illt í magann þegar ég skrifa þetta..og verð rjóð í vöngum af skömm

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er það eina rétta, að létta álaginu af karlinum ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.6.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband