25.6.2007 | 23:12
Veiðivötnin á morgun
Komið er að þessum árvissa atburði í lífi okkar Veiðibræðra að hittast í 3 daga veiði í vötnunum og vonandi verður jafn gaman og venjulega. Samkvæmt veðurspá þá sýnist mér við liggja í sólbaði og hafa það bara huggulegt en það gæti verið gott að veiða á miðvikudaginn vindur og kannski skýjað og ef vindáttin helst þá er bara einn staður seinnipartinn sem kemur til greina, en þetta segir maður alltaf, jú veiðimenn eru bæði þolinmóðir og bjartsýnir og fá konur ekki betri eiginmenn
Þeir Aron og Ingó sjá um matinn á villibráðarkvöldinu og er hann svona
Forréttur
Rjómalöguð humarsúpa með fersku Ítölsku snittubrauði
Hvítvín
Lindemanns Chardonney,
Ljósgult, meðalfyllt, þurrt með mildri sýru,suðrænum ávöxtum, peru og hnetukeim.
Aðalréttur
Feraskkryddaður, eldgrillaður háfjallalambavöðvi í rauðvínssósu með sætum kartöflum og fersku háfjallasalati með sólþurrkuðum tómmötum og sinnepsdressingu.
Rauðvín
Caminos Terra Andína Cabernet Sauvingon Merlot rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með lítil þroskuð tannin, mjúkan ávöxt,létta krydd og eik.
Eftirréttur
Háfjalladesert með stífþeyttum stífþeyttum rjóma og súkkulaðispænum.
Háfjallakaffi með hjartastyrkjandidreitil
Og vonadi verður glatt á hjalla í Dvergasteini en þar ræður Jónas söngnum
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður fær nú bara vatn í munninn af að lesa þennann matseðil getur þú ekki sent kokkinn norður á land. Annars misstir þú af frábærri ferð í Kinnafjöllunum geðveikt veður, útsýni og flottur félagsskapur vorum 23 í göngunni. En kannski var þetta aðeins og erfitt fyrir sunnanmenn í litlu fjöllunum
. Gangi ykkur vel í veiðimennskunni.
Anna Sigrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:23
Vonandi brunnuð þið ekki við veiðarnar og maturinn hafi smakkast vel enn hvar eru veiðisögurnar.
Eftir miklar lýsingar á fjöllum fyrir norðan ætla ég að spreyta mig þar og ganga frá Nípá í Kinn í Fjörður og sann reina sögurnar að norðan kveðja úr Mýrdalnum Grétar
Grétar (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 07:32
Hef ekki enn haft tíma í sögurnar en það urðu nokkrir rauðir við vötnin því veðrið var mjög gott, ætlarðu að hitta fiðruðu geiturnar
Brynjar Svansson, 13.7.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.