Hellugrill

Við komum saman hér á Hellu um það bil 27 frændur og frænkur sem var mjög gaman að hitta, við grilluðum mjög góðan mat sem Biggi sá um að útbúa. Það var mikið spjallað og hlegið á pallinum en veðrið var mjög gott og allir gátu verið úti Smile  Ákveðið var svo að hittast fljótt aftur hjá Berglindi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir mig og mína Brynjar minn. Dagurinn var meiriháttar og gott að vera með sínu fólki. Nú á Berglind leikinn.

anna steindórsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:27

2 identicon

Blessaður Brynjar minn.
Kærar þakkir fyrir okkur það er alltaf svo gott að koma til þín. Flatkökurnar sem þú bakaðir og sendir okkur með heim eru alveg meiriháttar  Þetta var svo fallegur dagur og svo gaman að hitta ykkur öll Já Anna mín, nú er leikurinn hjá mér og hlakka ég mikið til að fá ykkur til mín. Vildi bara að ég gæti sett niður dagsetningu núna strax! þetta var svo gaman og maturinn frábær. Biggakjötið klikkar aldrei

Berglind (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 14:08

3 Smámynd: Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Sæll frændi minn og takk fyrir síðast.

Ég ætla nú að byrja á að þakka fyrir mig. Þessi dagur var alveg yndislegur og ekki klikkaði veðrið. Það var ekki hægt að biðja um það betra. Allir svo glaðir og kátir, mikið masað og mikið borðað að sjálfsögðu.

Nei Bigga kjöt klikkar aldrei og Nói minn er snillingur á grillinu. Hann klikkar heldur aldrei.  Hann fór strax á sunnudeginum að tala um hvenær öll stórfjölskyldan gæti eytt einni helgi saman. Hann kom með tillögu hvort ekki væri hægt að leygja Kjarnholt í Biskupstungum einhverntímann.....  Það gæti orðið verulega gaman.

 En ég ætla að segja þér að lokum að frænka þín kom heim til sín á laugardagskvöldið, hellti sér upp á gott kaffi og "gúffaði" í sig flatkökunum þínum !!! Þær eru algert æði. Takk æðislega fyrir þær.

Enn og aftur...takk fyrir frábært grill og yndislegan hitting. Þetta var svo gaman  

Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 23.7.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Og eitt enn Brynjar minn....þú átt æðislegt heimili !!!!

Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 23.7.2007 kl. 18:23

5 Smámynd: Brynjar Svansson

Ég þakka fyrir allt hólið

Brynjar Svansson, 27.7.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband