Vatnamótin og Goðdalur 31 águst - 5 sept.

Við félagarnir héldum austur í Vatnamót og vorum mættir snemma til veiða föstudagurinn lofaði mjög góðu en þá var rigning og logn. Ekki veitti af rigningunni þarna fyrir austan en ég hef ekki séð svona lítið af vatni í ánum þarna áður, Fossálarnir voru svona 1/3 af venjulegu ári. En við veiðimenn erum bæði þolinmóðir og bjartsýnir þannig að við létum ekkert trufla okkur og byrjuðum strax veiðar og vorum mjög iðnir og þegar fyrsta deginum lauk þá voru kom á land 6 sjóbirtingar og 1 lax. Daginn eftir vorum við mættir um 7 á bakkann jafn áfjáðir og daginn áður í veiðar en þá hafði veðurguðinn snúið áttinni og  kominn var norðan beljandi en við létum það ekki á okkur og vorum jafn iðnir og það höfðust einungis 4 sjóbirtingar þann daginn. Sunnudagurinn var alveg dauður en það sýndi sig einn stór fiskur sem var eina lífið þann daginn. Annars voru stóru fiskarnir ekki í tökustuði þessa daga sem við vorum við veiðar heldur bara rétt glefsuðu í veiðitólin til að láta menn fá adrenalínssjokkGasp en hjartað þolir þetta enn.Grin

 

Gunni og Brynjar

 

Strax eftir að veiðum lauk hélt ég norður í Strandasýslu nánar tiltekið í Goðdal en það er dalur sem gengur úr Bjarnafirði og var ég kominn þangað um ca.10 leitið um kvöldið en þar tóku á móti mér fullt af frænkum og frændum á öllum aldri sem ég er í óða önn að reyna að kynnast. Í Goðdalsánni er sjóbleikja og kom slatti á land. En líkt og í Vatnamótunum þá setti veðrið strik í reikninginn en það var ekki stætt úti á þriðjudeginum á tímabili og fauk allt sem fokið gat og trúlega það léttasta alveg norður í Húnaflóa W00t Það var mjög gaman þarna að geta verið á árbakkanum skoðað landslagið í friði enginn sími til að trufla einungis vælið i fálkanum en í gamalli sögu segir að hann væli eftir að hafa borðað hjartað úr systur sinni rjúpunni en mér sýndist að þarna væru góðar rjúpnalendur og þó svo að maður fengi enga þá er göngutúrinn um þetta svæði örugglega mjög skemmtilegur.

Ég þakka ykkur öllum fyrir frábæra daga vinir, frænkur og frændur en svona dögum gleymir maður ekki . Smile en þeir fara í stóru minningabókina

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brynjar...

Áhverju leyfðir þú Gunna að halda á stóra fiskinum???

Lánaðir þú honum hann????

Sigurrós Erlendsóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Brynjar Svansson

Ég er bara svo góðhjartaður við greyið

Brynjar Svansson, 11.9.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband