27.9.2007 | 21:50
Friðun Blesgæsar
Ég sá það í blöðunum að menn væru að skjóta Blesgæs í stórum stíl hér á landi þó svo að hún væri friðuð og mér fannst menn vera undrandi á þessu. Ég var ekki hlynntur þessu banni þar sem ég þekki svo marga sem þekkja ekki muninn á gæsategundunum og þar af leiðandi sjá þeir bara gæs á flugi og skjóta á hana Í ljósaskiptunum á morgnana og kvöldin þá þarf nokkuð glögga menn til að þekkja tegundirnar í sundur og sérstaklega þegar þær fljúga hljóðlaust inn á túnin eða eyrarnar. Í bókinni Fuglar Íslands og Evrópu er mönnum kennt að þekkja fugla á flugi og ég tel að ef verið er að friða eina tegund þá eigi að senda veiðimönnum myndir af þeirri tegund til að auðvelda þeim að þekkja fuglana í sundur. Og svo er gargið í þeim heldur ekki líkt. En ef menn ætla í raun að vernda Blesgæsina og gera eitthvað í því þá er bara eitt ráð við því og það er nánast að friða allt fyrir neðan þjóðveg 1 frá Selfossi og austur að Markarfljót en á þessu svæði er hún einna útbreiddust og einnig flestir veiðimennirnir. Það hefur verið algjör hending ef ég hef veitt blesgæs ofan vegar á liðnum árum, þar virðist bara vera grágæs og heiðagæs.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 119003
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi er ekki gæs bara alltaf gæs, sömu óhljóðin
glingurdros (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.