Latur bloggari

Svakalega hef ég verið slakur í að blogga undanfarið, ég hef skoðað blogg en ekkert reynt að gera sjálfur, las t.d. bloggið frá miðbæjaríhaldinu sem vill flugvöllinn burt en af hverju veit ég ekki, kannski er það hávaðinn, í Las Vegas lenda vélarnar í röðum og getur maður horft upp aðal hótelgötuna (the Strip) þegar vélin rennir að flugstöðinni, í London og Kaupmannahöfn er stöðugt verið að fljúga yfir borgirnar og svona er þetta mjög víða svo að ég skil ekki af hverju þessi völlur megi ekki vera landsbyggðinni til framdráttar því ef hann verður færður þá má heita að innanlandsflug leggist af en nóg um það. 

 Ég hef ekki alveg sagt allt um dvöl mína í Odense en þar fórum við feðginin að föndra eins sést á sumum myndanna, við skárum út grasker fyrir hrekkjavökuna, og svo var það jólaföndrið sem var okkar stolt, jólaórói og svo fullt af litlum jólasveinum (ætli það séu að koma jól?) læt flakka eina mynd svo það sjáist hvað einbeitingin var mikil, en svo núna eru það seríurnar sem verða að vera klárar fyrir mánaðrmót, það er gott að hafa nóga þolinmæði við allar þessar litlu perur en þær eru vel á fjórða hundraðið hjá mér og ég er hálfnaður að gera við Smile 

 

Jólaföndur Einbeittur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amma hefði verið hrifin af þér núna í föndrinu. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni

anna steindórsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband