12.11.2007 | 20:15
Rjúputúr
Við bræðurnir fórum til rjúpna og gekk bæði ferðin og veiðin ágætlega eða við vorum allavega sáttir. Við vorum svo heppnir að Atli er nýbúinn að fjárfesta í þessum fína jeppa og fengum við slyddujeppaeigendurnir hans bíl lánaðan en hann er breyttur á 35" dekkjum. Síðan var haldið til fjalla og gekk ferðin sæmilega en það var hálka undir nýföllnum snjónum, við fundum gilljótt fjall sem okkur leyst vel á og byrjuðum á að hitta á rjúpur þar, en þetta fjall var ekki gott að ganga því það var svo ísað að við áttum í basli með að ganga og standa á fótunum og má það kannski teljast heppni að við og byssurnar sluppum óskaddaðir
Veðrið á fjöllum var svona sæmilegt, hríð og slæm birta en það var eins og sólin væri rétt við það að sleppa í gegn svo það blindaði okkur talsvert því endurkastið af snjónum var mikið. Við skemmtum okkur mjög vel þarna á fjöllum bræðurnir og komum bæði þreyttir og ánægðir af fjöllum, vonandi náum við að fara annan svona túr áður en þessu stutta veiðitímabili líkur. En það er bara í þessu samfélagi okkar að það er vont að finna tíma sem hentar öllum.


Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar fundu þið félagarnir rjúpur?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.11.2007 kl. 20:56
Við fundum þær uppi á fjöllum í um 700 m hæð þar voru þær en nánar fer ég ekki út í þá sálma.
Brynjar Svansson, 13.11.2007 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.