17.12.2007 | 22:40
Nótt eina dreymdi mann draum
Þar sem nú er svartasta skammdegi og margir eiga erfitt þá er upplagt að setja þetta hér og leyfa lesendum að njóta góðrar vísu.
Nótt eina dreymdi mann draum.
Hann dreymdi að hann gengi
eftir ströndinni með Drottni.
Á himninum birtast myndir úr lífi hans.
Við hverja mynd tók hann eftir fótsporum
í sandinum; önnur tilheyrðu honum,
en hin voru fótspor Drottins.
Þegar síðasta myndin birtist honum
leit hann til baka á fótsporin í sandinum.
Hann tók eftir, að mörgum sinnum
á lífsleið hans, voru aðeins ein fótspor.
Hann tók einnig eftir því
að það var á erfiðustu stundum lífs hans.
Hann undraðist þetta og sagði við Drottinn.
,,Herra, þú sagðir þegar ég ákvað að fylgja þér
að þú myndir ganga með mér alla tíð.
En ég hef tekið eftir að á erfiðustu stundum lífs míns
eru aðeins ein fótspor.
Ég skil ekki hví þú yfirgafst mig
þegar ég þarfnaðist þín mest."
En Drottinn svaraði: ,,Ástkæra barnið mitt.
Ég elska þig og yfirgaf þig aldrei.
Þú sérð aðeins ein fótspor á tímum þjáninga þinna.
Það var þá sem ég bar þig.
(Þekki ekki höfundinn)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður og sæll og takk fyrir þessa fallegu hugleiðingu í jólaundirbúningnum. Okkur norðankonunum langaði bara að benda ykkur sunnanpeyjunum á að það styttist í að opnað verði fyrir skráningu á Hvannadalshnjúk og við búumst við ykkur þar:)
kv Anna Sigrún
Anna Sigrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 23:10
Það er enginn hætta á öðru en að við verðum skráðir þar félagarnir
Brynjar Svansson, 18.12.2007 kl. 18:13
Gott innlegg í jólaundirbúninginn frændi, það er einmitt málið að við veitum öllu því góða í kringum okkur athygli. Kveðja Anna
Anna Steindórsdóttir, 19.12.2007 kl. 12:25
Takk fyrir fallega hugvekju.
Jólaklukkur klingja, englar allir óma, jólaljósin ljóma og jólasveininn kemur í kvöld! Það verður gaman, þegar hann kemur, þá svo hátíðlegt er. Ljósadýrðin loftin gyllir og ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi. Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó og svo snúa þeir sér í hring. Vér boðum þér fögnuð og frið.
Göngum inn í nýja árið, sjáumst á Hvannó,
Ásta fjallageit
Ásta fjallageit (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.