15.1.2008 | 23:04
Vetur konungur
Undir morgun brast hann á með snjókomu hér á Suðurlandi og var snjódýptin eftir daginn í kringum húsið mitt um 40 cm sem er alls ekki skemmtilegt og svo bíð ég ekki í það þegar fer að blása en þá fyrst koma skaflarnir með tilheyrandi ófærð. Í vinnunni í morgun voru bilanir í kerfinu og þegar við vorum úti á vegunum þá sást greinilega að snjóruðningstækin höfðu engan vegin undan snjókomunni enda sumstaðar hér utan við Hellu, snjórinn kominn í hné um hádegi. Fengum trúlega svipaða gusu og Grindvíkingarnir fengu í gær. En við verðum víst bara að brosa og bíða spennt eftir vorinu því eins og tíminn flýgur þessa dagana þá verður það komið áður en maður veit af. Vona að þið hafið það sem best þarna úti í snjónum og látið hann ekki pirra ykkur
Smá speki í lokin eftir Lao-tse,
Snjógæsin þarf ekki að þvo sér til að verða hvít. Þú þarft heldur ekki að gera neitt nema að vera þú sjálfur.-
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.