Ferðasaga úr vestrinu

Það var árið 2004 að ég og Gunnar vinur minn fórum ferð til Phoenix Arizona að hitta kunningja og leika okkur í leiðinni en þessi ferð er geymd í stóru minningabókinni. Eftir að við höfðum dvalið í Phoenix þá var ferðinni heitið til Flagstaff en þar höfðum við ákveðið að gista. För okkar var heitið strax morguninn eftir til að skoða Grand Canyon. Við keyrðum um í Flagstaff í leit að hóteli en það er nóg af þeim þar því það eru svo fallegar skíðabrekkur þar nærri. Við fundum ágætis hótel frá um 1920 með myndir af gömlum kvikmyndastjörnum upp um alla veggi og herbergin skírð eftir þeim. Herbergið sem við fengum var með tveimur king size rúmum og þessum flotta ruggustól. Ruggustól hef ég aldrei séð áður á hótelherbergi.

Þegar við gengum inn í lobbyið þá sat þar maður við borð eins og er víða á hótelumSmile, en þessi maður veitti tungumáli okkar athygli og þegar ég snéri mér frá afgreiðsluborðinu þá spurði hann hvaðan við værum og fékk hann að vita það. Hann vildi vita meira því hann vildi vita hvaðan við værum nákvæmlega ég sagðist vera frá Hellu og hann svarði bara "já" og svo sagðist hann hafa verið vinnumaður á Húsatóftum á Skeiðum í um eitt ár. Þessi maður er Þýskur og var við vinnu þarna á hótelinu við endurbætur. Hann tók af mér loforð um að skila kveðju til Dúnu og fjölskyldu.

Og að sjálfsögu efndi ég loforðið og hafði ég samband við  Dúnu þegar heim var komið hún sagði mér ýmislegt um þennan mann eins og t.d. að hann hefði verið þannig, að hann vildi koma öllum sínum eigum fyrir í bakpoka, hann gerði sér far um að kynnast bæði landi og þjóð, einnig að læra málið en hann sagði mér að hann væri farinn að ryðga í því. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni til Þýskaland þetta sama ár, fór í þorpið hans og reyndi að hafa uppi á honum, enginn vissi neitt um hann þar annað en hann væri staddur einhverstaðar í Bandaríkjunum. En við Gunnar hittum hann í Flagstaff sem okkur finnst ótrúlegt,  smábær í norður hluta Arizona. Á þessu sést hvað heimurinn getur verið ótrúlega lítill.

Morguninn eftir héldum við til Grand Canyon og Þaðan til Las Vegas og vorum komnir þangað um kvöldið, fórum þaðan á þriðja degi til Minneapolis og eftir fjögra daga stop þar var haldið heim 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Þetta er hreint alveg ótrúlegt !

Já... heimurinn virðist stundum vera óttalega lítill.

Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 29.1.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sniðugt.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband