Frábær sunnudagur

Var ótrúlega sprækur í gær vaknaði rúmlega sjö og var mættur með yngri dótturina í Kórinn rúmlega átta en þar var landsliðsæfing. Dreif mig svo austur og fór til fjalla ákvað að ganga á Bjólfellið sem er ofarlega á Rangárvöllunum en veðrið var frábært logn og sól. Á uppleiðinni taldi ég mig heyra í tófu en var ekki viss en þegar á toppinn var komið sá ég hana í um tuttugu metra fjarlægð og brá henni svo að hún hentist fram af næstu snjóþekju og var horfinn með það sama. Fjallið hafði reynst henni erfitt því það blæddi úr þófum á einum fæti hennar. En í dag er ég ánægður með sjálfan mig finn ekki fyrir þessu labbi svo að nú verð ég bara að hella mér út í fjallferðir til vors svo að ég verði kominn í gott gönguform fyrir Hvannadalshnjúkinn í maí.

Sigga vildi fá að sjá hvernig tanið lýtur út eins og hún orðar það svo að ég læt fylgja mynd sem ég tók á Bjólfellinu.

 

Á toppnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði nú verið í lagi að brosa svo við sjáum þig... ég sé að tanið virkar enn...

Bjórfell  er það einhver hóll þarna...eða kanski bara brekka??????

Sigga.....

Sigurrós Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:16

2 identicon

vildi bara segja þér hvað bændur væru alltaf heppnir, 

þeir eru með ferðasjóð vorum að sækja um styrk fyrir næstu ferð

  kveðja Sigrún

Sigrún Óladóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Brynjar Svansson

Þetta datt mér í hug Sigrún alltaf einhver bjargráðasjóður fyrir bændur.  Reyni svo að brosa í næstu fjallferð

Brynjar Svansson, 26.2.2008 kl. 20:42

4 identicon

Ætli það sé hægt að sækja um styrk fyrir ferðafélagana líka Sigrún? Sigga hann gékk víst á BjóLfell, við kæmumst hinsvegar ekki nema á BjóRfellEf við förum saman öll út að ári, Sigga hvað viltu þá fá í afmælisgjöf?

Hvenær er myndakvöldið?

Hafrún Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:39

5 identicon

jú jú Hafrún  það er hægt að finna styrki fyrir alla, en var að spegúlera ætli Vignir viti af þessu.

við hefðum kannski getað labbað upp á Bjólfell ef við hefðum þjálfað okkur eins og Brynjar í útlandinu farin að labba kl 6 á mornana til 10 en við vorum bara í fríi, annars fer ég oft uppá fjöll en bara ef það er hæga að keyra uppá þau ,það er svo miklu auðveldara.

  Sigga ég fer að senda þér myndirnar

            kveðja Sigrún. 

            
 

Sigrún (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:28

6 identicon

Það gleður mitt fjallahjarta að þú sért farinn að fara upp á einhverja hóla, en hefði viljað vera moskítófluga fljúgandi á eftir þér, þegar þú labbaðir í sandinum í dóminíska.  Það er spurning hvort ég fái veiðileyfi á þig með ferðasöguna úr dómíska þegar ég næ þér einum á Hvannadalshnjúk?  Fyrst það má ekki segja hana fyrr en í júlí.

Fjallakveðjur,

Ásta fjallageit 

Ásta Hrönn (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband