25.2.2008 | 20:28
Frábær sunnudagur
Var ótrúlega sprækur í gær vaknaði rúmlega sjö og var mættur með yngri dótturina í Kórinn rúmlega átta en þar var landsliðsæfing. Dreif mig svo austur og fór til fjalla ákvað að ganga á Bjólfellið sem er ofarlega á Rangárvöllunum en veðrið var frábært logn og sól. Á uppleiðinni taldi ég mig heyra í tófu en var ekki viss en þegar á toppinn var komið sá ég hana í um tuttugu metra fjarlægð og brá henni svo að hún hentist fram af næstu snjóþekju og var horfinn með það sama. Fjallið hafði reynst henni erfitt því það blæddi úr þófum á einum fæti hennar. En í dag er ég ánægður með sjálfan mig finn ekki fyrir þessu labbi svo að nú verð ég bara að hella mér út í fjallferðir til vors svo að ég verði kominn í gott gönguform fyrir Hvannadalshnjúkinn í maí.
Sigga vildi fá að sjá hvernig tanið lýtur út eins og hún orðar það svo að ég læt fylgja mynd sem ég tók á Bjólfellinu.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefði nú verið í lagi að brosa svo við sjáum þig... ég sé að tanið virkar enn...
Bjórfell er það einhver hóll þarna...eða kanski bara brekka??????
Sigga.....
Sigurrós Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:16
vildi bara segja þér hvað bændur væru alltaf heppnir,
þeir eru með ferðasjóð vorum að sækja um styrk fyrir næstu ferð
kveðja Sigrún
Sigrún Óladóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:18
Þetta datt mér í hug Sigrún alltaf einhver bjargráðasjóður fyrir bændur.
Reyni svo að brosa í næstu fjallferð
Brynjar Svansson, 26.2.2008 kl. 20:42
Ætli það sé hægt að sækja um styrk fyrir ferðafélagana líka Sigrún? Sigga hann gékk víst á BjóLfell, við kæmumst hinsvegar ekki nema á BjóRfell
Ef við förum saman öll út að ári, Sigga hvað viltu þá fá í afmælisgjöf?
Hvenær er myndakvöldið?
Hafrún Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:39
jú jú Hafrún það er hægt að finna styrki fyrir alla, en var að spegúlera ætli Vignir viti af þessu.
við hefðum kannski getað labbað upp á Bjólfell ef við hefðum þjálfað okkur eins og Brynjar í útlandinu farin að labba kl 6 á mornana til 10 en við vorum bara í fríi, annars fer ég oft uppá fjöll en bara ef það er hæga að keyra uppá þau ,það er svo miklu auðveldara.
kveðja Sigrún.
Sigrún (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:28
Það gleður mitt fjallahjarta að þú sért farinn að fara upp á einhverja hóla, en hefði viljað vera moskítófluga fljúgandi á eftir þér, þegar þú labbaðir í sandinum í dóminíska. Það er spurning hvort ég fái veiðileyfi á þig með ferðasöguna úr dómíska þegar ég næ þér einum á Hvannadalshnjúk? Fyrst það má ekki segja hana fyrr en í júlí.
Fjallakveðjur,
Ásta fjallageit
Ásta Hrönn (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.