Vatnajökull og Grímsvötn

Fór ásamt hópi góðra manna í Grímsvötn og eyddi þar helginni. Við komum í Grímsvötn á föstudagskvöldið eftir um 4,5 tíma ferð úr Hrauneyjum. Á Grímsfjalli var -15°C og og svona 9m/sek. svo að maður varð að fara í gömlu góðu lopapeysuna. Það kom mér að óvart hvað aðbúnaður er góður þarna á fjallinu, 2 upphituð hús sturta og gufubað. Á laugardaginn var svo farið í langan bíltúr um jökulinn og byrjað á að keyra í kringum Grímsvötnin og eldstöðvarnar skoðaðar. Síðan lá leið okkar að fjalli sem heitir Þumall en hann er stuðlabergdrangur. Við sáum frá honum vel yfir Morsárdalinn og niður á Skeiðarársand sem var alveg meiriháttar að sjá úr þessari áttinni enda bauð veðurguðinn upp á sól og bjart veður á þessum hluta jökulsins. Það skóf það mikið á norður og austurhluta jökulsins að við frestuðum för okkar á Hvannadalshnjúk um eitt ár. Eftir frábæran dag var svo haldið heim í skála þar sem grilluð voru lambalæri og menn gerðu sér glaðan dag. Haldið var svo til byggða á sunnudagsmorgninum en veður hafði þá versnað til muna kominn skafrenningur og aðeins ofankoma með sem gerði það að verkum að við urðum að keyra eingöngu eftir GPS tækjunum til byggða en sú ferð tók um 10,5 klukkustundir með smá bilanastoppi en einn bíllinn var að missa undan sér aftur hásinguna og þurfti að redda því máli svo hann kæmist til byggða. Ákveðið var að fara í Esjufjöllin að ári en þau eru í sunnan verðum jöklinum og það er styttra ferðalag á hnjúkinn heldur en úr Grímsvötnum. Set inn myndir fljótlega úr túrnum.

Hópurinn við gosstöðvarnar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir úr síðustu ferð hjá þér, hefði viljað sjá fleiri.  Það hefur greinilega verið hæð yfir landinu.  Tannið lítur enn vel út.  Lærinn flott og örugglega góð.

Kveðja, Ásta fjallageit 

Ásta fjallageit (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:30

2 identicon

Sæll og blessaður eruð þið félagar tilbúnir fyrir Hnjúkinn ætlið þið ekki að koma allir þrír? Ásta hleypur upp um öll fjöll og er í fantaformi ég fer aðeins hægar:)

Hlökkum til að sjá ykkur félaga verður ekki veisla þegar við komum niður í boði Grétars línumanns.

kv Anna S

Anna Sigrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Brynjar Svansson

Við komum trúlega 5 til 6 saman núna í ár ef engin afföll verða hjá okkur held Elfar kemur ekki svo að ég viti Við erum að æfa okkur en trúlega ekki eins oft og Ásta þannig að það er viðbúið að við verðum stirðir daginn eftir, en það verður bara rétt á meðan við förum fram úr daginn eftir. Varðandi veisluna þá verðum við bara að bíða og sjá hvað Grétar línustjóri býður upp á.

Brynjar Svansson, 21.4.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband