Helgin og Hekla

Ég fékk heimsókn í gær og var það Óðinn og sonur, við höfðum spáð í að fara í fjallgöngu og var Hekla efst á óskalistanum en að vanda er hún erfið sökum þess hve hún er iðin við að hekla skýjahulu yfir kollinn á sér. Við eyddum laugardagskvöldinu í að borða nammi og horfa á Mummy og svo var farið að sofa. Við rifum okkur upp í morgunmat upp úr sjö og vorum síðan komnir að Heklurótum rúmlega níu, en hún varð fyrir valinu þrátt fyrir smá skýjahulu. Við vorum mest alla leiðina  í snjó og var hann frekar leiðinlegur yfirferðar, sukkum mikið og var þetta með erfiðari ferðum, tók mikla orku. Síðustu 2 km voru sérstaklega erfiðir en þar sukkum við mest og sáum lítið því við komum í þokuna í um 1300m. hæð og þar með var útsýnið búið, fram að því hafði það verið frábært. Það tók mig Óðinn og Svan 6 klst. að ganga þessa 14 km og þrátt fyrir allt erfiðið var ferðin góð. Enduðum við svo ferðina  í pottinum hjá mér og létum hann nudda þreytta vöðvaSmile

Ferðalok

Setti inn nokkrar myndir að ósk dyggs lesanda síðunnar, albúmið heitir Fjallaferðir einnig fóru nokkrar myndir  inn úr Veiðivötnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 118975

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband