8.6.2008 | 22:19
Helgin og Hekla
Ég fékk heimsókn í gær og var það Óðinn og sonur, við höfðum spáð í að fara í fjallgöngu og var Hekla efst á óskalistanum en að vanda er hún erfið sökum þess hve hún er iðin við að hekla skýjahulu yfir kollinn á sér. Við eyddum laugardagskvöldinu í að borða nammi og horfa á Mummy og svo var farið að sofa. Við rifum okkur upp í morgunmat upp úr sjö og vorum síðan komnir að Heklurótum rúmlega níu, en hún varð fyrir valinu þrátt fyrir smá skýjahulu. Við vorum mest alla leiðina í snjó og var hann frekar leiðinlegur yfirferðar, sukkum mikið og var þetta með erfiðari ferðum, tók mikla orku. Síðustu 2 km voru sérstaklega erfiðir en þar sukkum við mest og sáum lítið því við komum í þokuna í um 1300m. hæð og þar með var útsýnið búið, fram að því hafði það verið frábært. Það tók mig Óðinn og Svan 6 klst. að ganga þessa 14 km og þrátt fyrir allt erfiðið var ferðin góð. Enduðum við svo ferðina í pottinum hjá mér og létum hann nudda þreytta vöðva
Setti inn nokkrar myndir að ósk dyggs lesanda síðunnar, albúmið heitir Fjallaferðir einnig fóru nokkrar myndir inn úr Veiðivötnum
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 118975
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.