14.11.2008 | 20:45
Aðventukransinn
Þar sem nú styttist í aðventuna þá langar mig að setja hér inn grein sem ég fann um kertin á honum, en maður man nú kannski ekki alltaf eftir því hvað þau heita.
Fyrsta kertið heitir Spádómskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans. Annað kertið er Betlehemkertið. Þriðja kertið er Hirðingjakertið en það er nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir af fæðingu frelsarans. Fjórða kertið er Englakertið sem minnir okkur á englana sem fluttu okkur fréttirnar af fæðingu frelsarans.
Annars er allt gott að frétta af mér, búinn að vera latur að blogga sökum anna, en ég er þó búinn að finna til jólaseríurnar því það þarf víst eitthvað að dytta að þeim áður en ég hengi þær út. Villibráðarveisla verður hjá okkur félögunum á morgun og verður byrjað að elda um 2 en það tekur okkur um fjóra tíma að hrista það fram úr erminni Á boðstólum verða um fimmtán réttir og það er allt bráð sem við félagarnir höfum náð.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.