24.4.2009 | 22:31
Esjufjöll - Vatnajökull
Við félagarnir héldum austur á Klaustur á miðvikudagskvöldið en til stóð að fara á Vatnajökul snemma morguninn eftir. Við vorum komnir að Breiðamerkurjökli um 11 og var loftið í dekkjunum sett í 10 pund. Héldum svo af stað upp jökulinn sem var nánast bara ís og gekk okkur vel þar en í kringum 300 metra hæð vorum við komnir í snjó og krapa. Þessar aðstæður hægðu á okkur og var loftið sett í 3 pund. Þegar upp í 400 metra hæð var komið var ekkert skyggni orðið, bæði þoka og hríð. Við urðum að keyra eingöngu eftir GPS tækjum sem næstum hefði getað orsakað óhapp í þessu skyggni því að á milli tveggja punkta var gjá sem ekki var frýnileg. Eftir þetta fórum við mjög varlega og héldum til í bílunum í um 2 tíma en þá brást þolinmæðin því það voru eingöngu 2 km í skálann. Ég fór úr bílnum og gekk á undan til að kanna umhverfið og sá eitthvað mjög lítið. Sökk í snjóinn af og til upp að rass en örslaði samt áfram um 500 metra með snjóinn í hné, uff. Bílarnir fylgdu á eftir og vorum við komnir á ferðina Við stoppuðum undir brekkunni við skálann í Esjufjöllum en þá höfðum við verið 7 tíma að komast 2 km. Ég og Páll ákváðum að taka bakpokana okkar og ganga upp því brekkan er það brött, gæti verið um 70° við gengum af stað og sukkum upp í rass, við skriðum til að sökkva ekki eins mikið (en þetta var gaman) höfðum svo að komast í skálann um hálf ellefu en þrjósku félagar okkar ætluðu sér upp með fordinn. Með spili og snjóakkeri tókst þeim að leggja bílnum fyrir utan skálann um miðnættið. Við ætluðum að halda frá Esjufjöllum að Hvannadalshnjúk og svo þaðan í Grímsvötn í morgun en veðrið var jafn leiðinlegt og í gær og snjórinn erfiður svo að við ákváðum bara að fara heim frekar en að vera í þessu basli.
Setti myndir úr túrnum í myndaalbúm sem heitir jeppaferð
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.