23.10.2010 | 07:23
Samráð olíufélaganna
Ég sé ekki tilgang með mannlausustöðvunum ef þú getur verslað ódýrari vöru á mönnuðustöðvunum. Mannlausustöðvarnar voru settar upp til að lækka eldsneytisverð. Fyrirtækið sem ég vinn hjá er með 18 krónur í afslátt á lítra og olíufélögin eru ekki að tapa á því.
Ég fylgdist með olíuverði á heimsmarkaði um daginn og hélst það á um 80$ á sama tíma lækkaði dollarinn en ekki verðið til okkar en það skildi ég ekki því þeir eru svo fljótir að hækka ef gengið fer upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2010 | 15:17
Hornstrandir
Ég fór með Ferðafélagi Íslands í ferð á Hornstrandir 30/6 6/7 ásamt 11 öðrum. Á fyrsta degi var siglt frá Bolungavík að Sæbóli í Aðalvík og var hópurinn settur þar í fjöruna og hófst gangan þar með í björtui veðri og sólarglennu. Í fyrsta áfanga var gengið á fjallið Darra en .Þar uppi eru leifar af radarstöð hersins sem hér var. Síðan lá leið okkar eftir Skálardalsbrúninni en það er brúnin fyrir ofan Grænuhlíðina, og síðan eftir Lækjarfjallinu að stígnum sem liggur til Hesteyrar en inn á hann komum við fyrir ofan Sléttu. Við komum til Hesteyrar og gistum í gamla læknishúsinu og höfðum þá lagt að baki 21,5km þann daginn.
Á öðrum degi var haldið af stað frá Hesteyri og var stefnan tekin á Búðabæ í Hlöðuvík. Gengið var um Hesteyrarbrúnir og stefnan tekin á Kjaransvíkurskarðið sem er um 447m hátt þar sem gengið er yfir það. Eftir því sem við nálguðumst skarðið þá bæði jókst vindurinn og og rigningin skall á okkur af öllu afli sem bleytti hópinn mismikið. Ég tel að vindurinn hafi verið um 15m/sek og enn hvassari í hviðum. En hópurinn hafði þetta nú allt og það var aðeins lygnara á okkur í Kjaransvíkinni en þar gátum við nú stiklað yfir ánna á rekaviðardrumbum en við vorum ekki eins heppin í Hlöðuvíkinni en þar þurftum við að vaða. Við komum í Búðabæ um kvöldmat eftir um 17,5 km göngu. Það eru um 14,5 km ganga frá Hesteyri í fjöruna í Kjaransvík.
Þriðji dagurinn fór að mestu í afslöppun enda ekki tófu út sigandi eins og við sögðum því það var ekki fyrr en seinni part dagsins sem við sáum tófuna sem bjó undir húsinu við hliðina ásamt yrðlingum sínum koma út. En þess má geta að um kvöldið og nóttina þá var fárviðri á okkur og skalf húsið allt og nötraði og vorum við í mesta basli við að halda kamínunni í gangi því það sló stanslaust niður í strompinn sem olli brælu í húsinu og leið okkur eins og hangikjöti. Okkur tókst ekki að komast á Hælavíkurbjarg í þessari ferð.
Fjórði dagurinn rann upp og var veðrið þolanlegt en skýjahæð var um 100 200m svo að ekki sást mikið upp til fjallana. Leið okkar lá frá Búðabæ upp Skálina um Fannarlág í Atlaskarð sem er 337m hátt niður í Rekavík bak Höfn. Lækirnir á þessari leið höfðu breyst í ár svo að við þurftum að vaða í stað þess að stikla yfir þær á steinunum. Hann var blautur þessi dagur og gátum við borðað nestið okkar í slysavarnarhúsinu í Hornvík. Við héldum yfir Hafnarósinn, yfir Kýránna og upp í Kýrskarð 340m og vorum komin um kvöldmat í Hornbjargsvita en þar átti að bíða okkar heit kjötsúpa. Húsráðandi hafði brugðið sér í bæinn og komst ekki til baka svo að við urðum að elda sjálf og hita upp húsið sem var ískalt, en við komum gamla Listernum í gang og húsið hitnaði. Þessi leið var 16,5 km. Ekki tókst okkur að sjá Hornbjarg vegna þoku.
Á fimmta degi gengum við frá Hornbjargsvita upp á Axarfjall til Smiðjuvíkur eftir bjargbrúninni en það sást ekki mikið af því. Yfir Smiðjuvíkurháls í Barðsvík og upp í Göngumannaskörð 373m sem var hæsti punktur á þessari leið en hún er mikið upp og niður. Vorum komin til Bolungavíkur níu um kvöldið eftir 19,5 km göngu.Það var ákveðið að stytta ferðina um einn dag vegna slæmrar veðurspár svo að við lögðum af stað um morguninn eftir frá Bolungavík og þurftum að vera á útflæðinu við Furufjarðarófæru um 10:30 til að komast þar framhjá. Leið okkar lá um Furufjörð þar sem við skoðuðum Bænahúsið og yfir Skorarheiði til Hrafnfjarðar og þar sótti báturinn okkur við slysavarnarskýlið, þessi leggur er14,6 km. Þess skal getið hér að ég skoðaði Grunnvíkingabók og sá þar að það var búið í öllum víkum og vogum frá vitanum til Furufjarðar en það var harðbýlt frá vitanum að Barðsvík vegna skorts á undirlendi. Í þessari ferð var með okkur Helgi Daníelsson og orti hann nokkrar vísur sem ég birti hér að neðan.
Við gengum upp á dyngju Darra draugalegar kynjar þar við rústir Breta byssur marra breskar fornar stríðsminjar | Við getum ei bætt ofnsins böl bræla í lungu og sinni það veldur okkur kvilla og kvöl að kynda í reyk hér inni. |
Í Rekavík Helgi stakkst á sund straumurinn hrakti hann í strand lá í ánni stutta stund steig svo rennblautur í land | Við misstum göngustafi í straum þeir stefndu út með bárunni aldan háa gaf þeim gaum við gripum þá á öldunni |
Yfir Hafnarósinn óðum við öll í skóm og sokkum vatnið náði kalt í kvið kuldahrollur fór um okkur | Í Látravík í köldum vita varla var það gott við glæddum loks upp góðan hita Guðný kokkaði kjöt í pott kærar þakkir mikið var það gott |
Gistum hér í roki og regni réttum okkar hag þurrkuðum föt af fremsta megni fjórði júlí ég er 72 ára í dag | Frá Hornbjargsvita höldum við höfum þurrkað fötin sól að gömlum góðum sið gægist í skýjagötin. Yfir dembist þokan grá þökkum gistinguna |
Myndir úr ferðinni eru í albúmi sem heitir Hornstrandir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2010 | 11:26
Veiðivötn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2010 | 21:47
Gosið í Eyjafjallajökli
Ég var að setja inn nokkrar myndir af eldgosinu í albúm sem heitir NÁTTÚRAN. Ég er búinn að skoða gosið núna tvisvar í nálægð. Fór fyrt á fimmtudaginn í síðustu viku og byrjaði á því að fara upp á Þórólfsfellið og tók þar nokkrar myndir ásamt því að setja upp örbylgjuloftnet með veðurstofumönnum en síðan var haldið leið í Þórsmörkina á vaði yfir Markarfljótið sem er á móts við Húsadalinn. Við héldum inn í Goðaland og var stefnan tekin á Hrunagilið og ætluðum við upp austur gilbarminn og komast þannig að hraunfossinum en lentum á um 100 metra háu hengiflugi og urðum frá að hverfa. Fórum niður í gilið og að hraunendanum sem rann þar á um 2 km hraða og var mjög gaman að sjá nýtt landslag veltast yfir það gamla og þar með hurfu okkar fótspor og sjást aldrei meira. Síðan var haldið upp vestur hlíð gilsins og reyndist hún líka ófær þannig að við héldum heim fullir af sælu . Á miðvikudaginn héldum við síðan gangandi upp frá Básum og lá leið okkar upp á Bröttufönn. Þegar á Morinsheiðina var komið blasti við okkur hraunfossinn í allri sinni dýrð og stöldruðum við þar um stund við myndatökur. Síðan lá leið okkar yfir Heljarkamb og upp Bröttufönnina sem er ekki sú skemmtilegasta að ganga :-) þegar við erum að staulast þetta upp fréttum við að ný sprunga sé að myndast og var það til þess að enn var hert á göngunni og komumst við upp að lokum og sáum þetta í allri sinni dýrð eldri gýgurinn svipaður að afli en nýja sprungan að bæta við sig og var það ótrúlega falleg sjón og hrikaleg. Þetta er trúlega sá dagur sem seint líður úr mynni okkar sem þarna stóðum því fegurðin var stórkostleg.
Bloggar | Breytt 5.4.2010 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 22:30
Smá líf
Ég setti myndir inn en það eru svona viðburðir úr lífi okkar í september en þá var farið í Vatnamótin, hreindýraveiði austur á hérað og svo má ekki gleyma því að Valsstelpurnar urðu Íslandsmeistarar.
Setti myndir í albúm sem heita börnin mín, veiði og Vatnamótin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2009 | 21:48
Laugavegurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 09:27
Hvannadalshnjúkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2009 | 13:13
Fimmvörðuháls
Við félagarnir lögðum af stað í okkar stóru æfingu fyrir Hvannadalshnjúk og var það ganga frá Skógafossi og í Þórsmörk. Við lögðum af stað um átta leitið að morgni fimmtudags og gengum upp með Skógaánni og vorum komnir að Baldvinsskála um hálf eitt. Við komum í snjó í um 800 m hæð eða rétt við göngubrúnna og entist snjórinn alveg niður á Morinsheiði hinumegin. Það var þungt að ganga í snjónum á köflum en gömlu prammarnir höfðu þetta nú allt saman Við vorum komnir í Básana um fimmleitið og lögðum að baki 22,5 km
Setti myndir úr ferðinni í albúm sem heitir Fjallaferðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 09:45
Norðurferð
Ég skrapp norður í Aðaldal á fimmtudaginn og eyddi þar helginni með Hjördísi og Pétri. Á föstudaginn gekk ég á Geitafellshnjúkinn og var sá göngutúr um 10 km. í góðu veðri, mjög fallegt útsýni er yfir Aðaldalinn og nærsveitir af hnjúknum eins og myndirnar sýna, ég var mjög latur við að mynda í þessu túr en lofa bót og betrun í þeim málum. Á laugardeginum fór ég í tveggja tíma göngutúr í hlíðum Kaldbaks í frábæru veðri en nennti ekki upp á topp þar sem ég sökk um 10 cm í snjóinn og var það frekar erfitt, hefði klárað mig á því. Ætla upp þegar snjórinn hefur bráðnað meira. Ég lagði af stað upp frá sama stað og snjósleðarnir sem voru mjög margir þennan dag.
Fór svo til veiða á sunnudagsmorguninn í 6°C hita og hafði einn 4 punda urriðahæng sem var mjög gaman að eiga við því þetta var fyrsti fiskur sumarsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar