Færsluflokkur: Bloggar

U-19 kvenna í úrslit EM

Kvennlið Íslands U-19 komst í dag í lokakeppni EM í Hvíta Rússlandi í sumar, einn verulega stoltur pabbi hér Smile

Esjufjöll - Vatnajökull

Við félagarnir héldum austur á Klaustur á miðvikudagskvöldið en til stóð að fara á Vatnajökul snemma morguninn eftir. Við vorum komnir að Breiðamerkurjökli um 11 og var loftið í dekkjunum sett í 10 pund. Héldum svo af stað upp jökulinn sem var nánast bara ís og gekk okkur vel þar en í kringum 300 metra hæð vorum við komnir í snjó og krapa. Þessar aðstæður hægðu á okkur og var loftið sett í 3 pund. Þegar upp í 400 metra hæð var komið var ekkert skyggni orðið, bæði þoka og hríð. Við urðum að keyra eingöngu eftir GPS tækjum sem næstum hefði getað orsakað óhapp í þessu skyggni því að á milli tveggja punkta var gjá sem ekki var frýnileg. Eftir þetta fórum við mjög varlega og héldum til í bílunum í um 2 tíma en þá brást þolinmæðin því það voru eingöngu 2 km í skálann. Ég fór úr bílnum og gekk á undan til að kanna umhverfið og sá eitthvað mjög lítið. Sökk í snjóinn af og til upp að rass en örslaði samt áfram um 500 metra með snjóinn í hné, uff. Bílarnir fylgdu á eftir og vorum við komnir á ferðina Smile Við stoppuðum undir brekkunni við skálann í Esjufjöllum en þá höfðum við verið 7 tíma að komast 2 km. Ég og Páll ákváðum að taka bakpokana okkar og ganga upp því brekkan er það brött, gæti verið um 70° við gengum af stað og sukkum upp í rass, við skriðum til að sökkva ekki eins mikið (en þetta var gaman) höfðum svo að komast í skálann um hálf ellefu en þrjósku félagar okkar ætluðu sér upp með fordinn. Með spili og snjóakkeri tókst þeim að leggja bílnum fyrir utan skálann um miðnættið. Við ætluðum að halda frá Esjufjöllum að Hvannadalshnjúk og svo þaðan í Grímsvötn í morgun en veðrið var jafn leiðinlegt og í gær og snjórinn erfiður svo að við ákváðum bara að fara heim frekar en að vera í þessu basli.

Setti myndir úr túrnum í myndaalbúm sem heitir jeppaferð


Þríhyrningur

Ég og Bella drifum okkur eldsnemma á fætur í morgun og fórum til fjalla. Við fórum á Þríhyrning einu sinni enn í frábæru veðri, skyggni var bara nokkuð gott og sáum við yfir stóran hluta suðurlands. Við gengum á þrjá tinda á ferð okkar sem eru útverðir Flosadals. Dalurinn er skírður eftir Flosa nokkrum úr Njálssögu en hann beið víst þarna í dalnum með eldspýturnar sínar áður en hann fór að kveikja í á Bergþórshvoli. Göngufærið á fjallinu var með því albesta enda fraus þar í nótt og slapp ég við alla drullu. Ætla svo að slappa af í dag og bara hafa það huggulegt Smile


Píslarganga

Ég, Páll og Bella héldum í okkar píslagöngu snemma í morgun og var okkar Via De Larosa að ganga upp með Skógaánni. Fórum í fossagöngu.  Við lögðum af stað frá Skógafossi og þræddum árbakkann í leit okkar að fallegum fossum, við fundum marga á leið okkar stóra og smáa, tókum margar myndir og nutum okkar vel í frábæru veðri og góðu skyggni. Við gengum upp að göngubrúnni sem er á gönguleiðinni yfir í Þórsmörk en hana fórum við svo til baka niður að Skógum. Þetta var um 17km. göngutúr hjá okkur og ekki veitir af að reyna að koma sér í smá form því eftir 2 vikur förum við yfir Vatnajökul og er þá meiningin að ganga á Hvannadalshnjúk ef aðstæður leifa. Meira um það síðar.

Myndaalbúmið heitir Fjallaferðir þar sem ég setti myndirnar


Bloggleti

Jæja ákvað að reyna að vakna af dvalanum og skrifa eitthvað á þessa síðu. Ég ætlaði ásamt henni Bellu (labradorinn hennar Hjördísar) að ganga á Þríhyrning svona einu sinni enn, en frestaði för þar sem veðurspáin er ekki alveg nógu hliðholl okkur. Við fórum þess vegna niður með ánni að Ægisíðufossinum sem er alveg ágætis göngutúr enda hreyfir Bella sig ekkert þessa stundina Smile Þvílíkur sóði er vandfundinn, hún virðist þurfa að baða sig í öllum drullupollum sem hún sér og verður forug eftir því. Hún tók sín fyrstu sundtök í þessum túr.Smile ætli ég verði ekki skammaður fyrir það Smile  Ætla að skrifa meira á morgun og jafnvel að setja inn myndir.

 

Bella


Vilhjálmur Bjarnason Fjárfestir

Ég verð að lýsa ánægju minni með þann mann hvað hann hefur mikla þolinmæði til að koma stjórnendum bankana fyrir rétt, til að geta sýnt fram á að þeir voru að gera ólöglega hluti eins og t.d að kaupa bréf af Bjarna Ármannsyni á yfirverði í bankanum. Stjórnendurnir urðu undir í Héraðsdómi í gær. Nú sá ég í mogganum í dag að hann ætlar að herja næst á stjórn Straum Burðarás  því þeir seldu einhverjum trúlega vildarvin í útrásarhópnum 5% hlut í bankanum á undirverði. Það verður gaman að sjá hvort hann vinni það ekki líka. Ég óska honum góðs gengis í baráttu sinni.

Hryðjuverkalög, öryggisráð og Ingibjörg.

Þetta var ég að taka úr morgunblaðinu, ummæli Ingibjargar

 "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að reistar hafi verið of miklar væntingar um að hægt yrði að höfða mál gegn Bretum fyrir að beita hryðjuverkalögum á Landsbankann. Hún spyr hvað fólk hefði sagt ef stjórnvöld hefðu varið 200 milljónum í slíka málsókn, vitandi að málið væri vonlaust. Meira "

Hvað hugsaði manneskjan þegar hún var að eyða 4 - 500 milljónum í að fá sæti í öryggisráðinu, ekki hafði hún neinar áhyggjur af því hvað við landsmenn vildum þá.  Það var svo nauðsynlegt að fá þetta sæti að hennar mat. Þvílíkt bull í manneskunni. Öryggisráðsætið var trúlega enn vonlausara.


Hvað er fátækt?

Ég verð að birta þetta en mér var að berast þetta í dag. Mjög gott erindiSmile

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr. Þeir dvöldu í tvo daga og tvær nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.
    Á heimleiðinni spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin. ,,Hún var frábær, pabbi,” sagði drengurinn glaður í bragði.
,,Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn.
,,Ó já," sagði sonurinn. ,,Það fór ekki á milli mála.”
,,Jæja, segðu mér þá; hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.
,,Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra,” sagði sonurinn. ,,Við eigum sundlaug sem nær út í miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur. Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur sem lýsa þeim veginn á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn. Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum. Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum
sem verja þau.”
    Faðir drengsins var orðlaus.
Þá bætti sonurinn við: ,,Takk pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum
.“

Árið að líða

Ég hef nú ekki tjáð mig mikið um pólitík hér en nú ætla ég að biðja ykkur lesendur góðir að fylgjast vel með annálum kvöldsins og hlusta á ráðamenn þjóðarinnar. Hvað þeir sögðu og hvað svo gerðist hjá okkur. Þeir áttu að búa til regluverkið en þeir voru bara á sínu fylliríi og gerðu ekki neitt nema að fylgjast með eins og Geir og Ingibjörg sögðu í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum en með hverju fylgdust þau? Ekki því sem var að gerast hér, kannski bara með útrásarvíkingunum í veislum forsetans þar sem hann sæmdi þá hinum ýmsu titlum og var stoltur af. Og svo tryggði hann einum manni alla fjölmiðla landsins. Svo er þessir þingmenn að tala um að reka ráðamenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, ok það er allt í lagi en fyrst af öllu í mínum huga er að reka svona um 20 þingmenn áður en að farið sé að reka aðra. Þeir eru í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu.

Annars óska ég ykkur öllum gleðilegs árs og friðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband