Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2007 | 12:56
Þessi stjórnmál.....
Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og
einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"
Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á
þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig
Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna
skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum
svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað
barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og
saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem
pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn
í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af
henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína
sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.
Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji
hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá
sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er
Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum
skít...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2007 | 12:55
Esjan sigruð
Jæja loksins smá tími til að bloga en sökum anna þá hef ég ekki hat tíma til þess lengi en ég vona að þetta fari að batna hjá mér. Það sem helst er búið að vera á döfinni hjá mér er að hún Dagný gekk í Val í síðustu viku og var hennar fyrsti leikur sem leikmaður með 2fl. við KR og endað sá leikur 3-3. Ég var á RSÍ þingi föstudag 27 og laugardag 28 ap. og það sem við höfðum fyrir stafni þar má lesa á http://www2.rafis.is/ en þetta var alveg ágætis þing. Var svo í gær 4 maí á málþingi um skaðsem rafmagns á líkamann og hvað gerist þegar rafstraumur hleypur í gegnum hann.
Ég hafði ekkert komist á fjöll þessa dagana einungis labbað um 12km á miðvd. og svo 3.5km á fimmtud. svo að ég varð að fara á eitt fjall og þar sem ég var í bænum þá ákvað ég að skella mér á Esjuna en það fjall hef ég stefnt á lengi, enginn hafði tíma til að koma með mér svo að ég fór einn upp á Þverfellshorn og þaðan aðeins inn á fjallið. Útsýnið var þokkalegt en fjöllin á Reykjanesi og jöklarnir fyrir austan sáust illa vegna éljaklakka. Elfar vinur minn stoppar alltaf orðið við steininn held að hann þori ekki upp :-) en hann verður að fara að taka sig á því það er orðið svo stutt þangað til við förum á Hvannadalhnjúk, Elfar minn þú verður að fara að venjast hæðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 00:03
Tetrasendir Bláfelli
Ég vaknaði að morgni sumardagsins fyrsta klukkan 05:30 til að koma mér af stað inn á Bláfellsháls á Kjalvegi ásamt Dóra vinnufélaga mínum, þar áttum við að hitta menn úr björgunarsveitinni á Selfossi. Þyrla gæslunnar TF-Líf og maður frá Neyðarlínunni var þar um borð. Verkefni dagsins var að koma upp á tindinn á Bláfelli húsi sem inni heldur Tetrasendi Neyðarlínunnar. Í fyrstu ferð þyrlunnar fórum við upp til að finna staðsetningu á húsinu en hún hafði verið forunnin haustið 2006. Á topppnum var um 1 meters þykkur snjór og þrátt fyrir frábært veður logn og sól, mikinn starfsvilja þá fundum við ekki staðsetninguna á húsinu, mokuðum þó nokkuð stóra gryfju. Við ákváðum að láta þyrluna byrja að flytja búnaðinn upp þrátt fyrir þetta og tókst okkur að fá 3 húsfestingar, rafgeymasettið og spenninn fyrir húsið en hann áttum við að tengja. Þyrlan reyndi að lyfta húsinu en hafði það ekki sökum þyngdar það var um 2,4 tonn samkvæmt vikt í þyrlunni svo að hætt var við að flytja það upp og er nú beðið eftir annari þyrlu og góðu veðri. Áhöfn þyrlunnar kvaddi okkur upp úr eitt en þá varð hún að fara í bæinn og tanka gat ekki meira sökum eldsneytisskorts. Við fórum inn í gil til að reyna að finna endann þar á háspennustrengnum en hann fannst ekki þrátt fyrir leit og mokstur. Snjóbíll björgunarsveitarinnar fór upp á topp og ruddi hann og þá fannst staðurinn þar sem húsið á að standa. Við verðum sem sé að fara aftur svo að við getum lokið okkar verkefni og fengið þennan sendi til að virka. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í þyrlu og get ég ekki sagt annað en að þetta var alveg meiriháttar flugferð, þegar við fórum af fjallinu þá steypti hún sér fram af og hefði hún gert það aðeins brattara þá hefði þetta verið eins og í rússibanaferð :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2007 | 17:51
Vinstri Grænir og Hellisheiðarvirkjun
♣Jæja ég ætla að reyna að koma þessum hugrenningum mínum á blað loksins og svo að enginn sé í vafa sem les þetta þá er ég náttúruvendarsinni og virkjanasinni því að ég álít að þetta fari vel saman að mörguleiti þó svo að menn virðist vera á móti vatnsaflsvirkjunum í dag en styðji gufuaflsvirkjanir. Þegar upp kom sú tillaga að byggja Kárahnjúkavirkjun þá virtist allt verða vitlaust út af því að hálendi Íslands væri ónýtt, ekkert Yellowstone í myndinni eins og Ómar vildi. En hvað er hálendi jú það fer eftir því hvar við setjum þau mörk.
Í eftirfarandi tölfræði er miðað við upplýsingar Hákons Aðalsteinssonar, frá Orkustofnun
Landið allt er u.þ.b. 103.000 km2
Af því reiknast hálendi, svæði yfir 400 m og er það u.þ.b. 60.000 km2
Ef frá eru dregnir jöklar og fjalllendi situr eftir um 40.000 km2
Lón virkjana í rekstri eru samtals um 257 km2
Lón virkjana í rammáætlun, sem ekki eru þegar í rekstri, þ.m.t. lón Kárahnjúkavirkjunar, eru u.þ.b. 310 km2
Samtals er því verið að tala um að væru öll áform 1. áfanga rammáætlunar framkvæmd, væru lónin um 567 km2 af 40.000 km2
Dæmi um lónstærðir: Þórisvatn = 71 km2, Blönduvirkjun = 70 km2, Kárahnjúkar = 66 km2
Svo þið sjáið það að þetta er ekki mikil skerðing á landinu og svo þar sem þessi lón hafa verið sett þá er verið að sökkva svörtum sandi í flestum tilfellum. Þegar Kárahnjúkavirkun var á frumstigi þá komu hinir ýmsu spekingar og vildu gera þetta svæði að útivistarparadís og fá um 12000 manns á svæðið á ári, ég reyndi að fá upplýsingar um það hvað allur þessi mannskapur mengaði mikið, hvað yrði um gæsir og hreindýr við þennan mikla átroðning en engin svör hef ég fengið enn. Ef 12000 manns fara að ganga þarna um í þessu viðkvæma landi þá held ég að það myndi fljótt breytast í það að lýta út eins og leiðin yfir Fimmvörðuháls fyrir ofan Básana en þar er komið allt að eins meters djúpt úrrennsli í gönguleiðinni og eru menn bara að búa til ný þar sem byrjað er að ganga við hliðina á þeim gömlu.
Steingrímur J. Kolbrún H. og Ögmundur J. fóru daglega í pontu á þinginu til að berjast gegn þessari virkjun og álverinu eins og alþjóð veit, einnig misnotaði Ómar aðstöðu sýna og fór ekki alltaf með réttar staðreyndir. Þessi þrjú fyrst nefndu studdu aftur á móti Hellisheiðarvirkjun og væri fróðlegt að vita hvað þau töluðu margar mínútur gegn þeirri virkjun. Ég efast um að R-listinn í Reykjavík hefði lifað lengi ef þau hefðu barist gegn Hellisheiðarvirkjun og uppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur í stóriðjumálum. Hellisheiðin sem slík hefði getað orðið útivistarparadís Reykvíkinga og sunnlendinga ef rétt hefði verið staðið að málum en þess í stað er hún lögð í rúst og allir segja amen. Jú alveg rétt fundið var upp nýtt orð í Íslenku þessi virkjun er afturkræf, uff segja Vinstri Grænir R-listasamstafinu er borgið það er hægt að fjarlægja allt af heiðinni og allt gott á eftir sögulok, en lífið er ekki svona þetta er eins og tappinn sé tekinn úr Kárahnjúkastíflu mannvirkið stendur eftir, en kæru lesendur það þarf heilt eldgos til að lagafæra þær skemmdir sem búið er að vinna á Hellisheiðinni og enginn segir neitt. Þannig að það er alveg ljóst að umhverfisstefna Vinsti-Grænna er bara pólitísk og samkvæmt þess hefðu þeir ekki sagt orð ef Davíð hefði leyft þeim að vera með í stjón landsins. Enginn talar um allar þær eiturtegundir sem upp úr jörðinni koma þarna og gaman þætti mér að fá að vita það því bara sú litla öndun sem upp úr hrauninu kemur eyðileggur alla galvanseringu á línunum sem yfir hraunið liggja og turnarnir ryðga. Þetta er Brennisteinskoldíoxid. Og nú það allra nýjasta línur landsins eru farnar að pirra Árna Johnsen og segir hann í mogganum í dag "það þarf að hreinsa Hellisheiðina og nálægt svæði af víradraslinu" Ég spyr hvernig haldið þið að það sár liti út á heiðinni ef grafið yrði yfir hana 2 metra breiður skurður til að koma jarðstrengjum fyrir. Ég stið það að reist séu álver hér á landi og þau knúin áfram af umhverfisvænum virkjunum ég sé ekki að það sé betra að þau séu annarsstaðar og þá knúin af kolaorkuverum. Svona í lokin þá langar mig til að þeir umhverfissinnar sem lesa þetta og berjast gegn virkjunum á Íslandi sem eru þó að framleiða umhverfisvæna orku. Hvað elda mörg ykkar á gasi og finnst það í lagi?
Bloggar | Breytt 24.4.2007 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2007 | 18:04
Heilræði sem skrifuð voru 27 febrúar 1927
Hinn frægi skáldsagnahöfunur frakka Alexander Dumas eldri ráðlagði eitt sinn ungum manni, sem leitaði til hans, það sem hér fer á eftir. Fáðu þér göngusprett á hverjum degi og sofðu í 7 tíma á hverjum sólarhring ef þú getur komið því við. Gakk til hvílu strax þegar þú ert syfjaður og farðu á fætur undir eins og þú vaknar og byrjaðu vinnu þína. Borðaðu og drekktu aldrei meira en en líkaminn þarfnast. Talaðu aðeins þegar það er nauðsynlegt, og segðu það eitt sem þú meinar. Skrifaðu ekki annað en það sem þú getur með góðri samvisku sett nafn þitt undir. Gerðu aðeins það sem þú þarft ekki að þegja yfir. Vertu fljótur að fyrirgefa öllum mönnum og fyrirlíttu þá ekki og því síður máttu hata þá. Hlæðu að þeim í hljóði og aumkaðu þá. Hugsaðu um dauða þinn hvern morgun þegar þú opnar augun og hvert kvöld þegar þúlokar þeim. Mundu ætíð að aðrir treysta á þig en þú mátt ekki vera upp á aðra kominn, ef þér er það mögulegt. Sé þér ætlað að líða mikið þá gagtu beint á móti örðugleikunum með öllum þeim kröftum sem þér eru gefnir og verða þeir þér þá til huggunar og lærdóms. Vertu svo nægjusamur, gagnlegur og frjáls sem þér er unnt. Komi fyrir að þú efist um tilveru guðs þá skaltu þú varast að neita henni fyrr en það er sannað að hann sé ekki til.
Ritað af Bergþóru Ísaksdóttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 21:24
Úlfurinn Straumfluga
Ástæðan fyrir nafninu er sú að þessi fluga á eftir að verða svo skæð að menn koma til með að að íslenska heiti hennar í úlfinn. Nafnið er ekki út í loftið því hún ber heiti hins skæða enska úrvalsdeildarliðs Wolves.
Wolf
Streamer
Öngull: 2-8 legglangur
Tvinni: Gulur
Stél: Rautt marabo með flasabo(endurskini)
Vöf á búk: Ávalt silfur
Búkur: Fremri helmingur flúrsent grænn og sá aftari flúrsent gulur.
Skegg: Blá hanahálsfjöður
Vængur: Svartur.
Haus: Gulur með silfur augum úr vaskakeðju.
Bloggar | Breytt 21.5.2007 kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 14:54
Fjallaferð
Jæja við Páll eru byrjaðir að æfa okkur fyrir Hvannadalshnjúkinn þann 27 maí í fjallaferðum. Við byrjuðum að á að fara á Fagrafellið en fyrir algjör mistök þá gleymdum við að hafa með okkur GPS tæki svo að við verðum að fara aftur til að hæðarmæla það betur. En í gær þá var það Þríhyrningur sem við fórum á og reyndist hann um 700m en þar er núna aurbleyta á köflum. Þegar upp var komið þá var gaman að horfa yfir nágrennið en útsýnið var ekki alveg nógu gott því það var mistur í loftinu. Við fórum á þrjá tinda af fjórum ætlum að geyma hann þangað til síðar því hann er það erfiður og það er betra að frost verði farið úr jörðu svo að það verði ekki hætta á að við rennum niður.
Bloggar | Breytt 7.4.2007 kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar