Færsluflokkur: Bloggar
7.6.2007 | 22:32
Vinur í grennd
Þar sem það er frekar mikið að gera hjá mér þessa dagana þá langar mig að setja þessar vísur inn svona til að minna okkur á lífið í amstri dagsins og ekki GLEYMA eins og allt of oft vill verða að lifa. Ég þekki ekki höfundinn af þessum vísum
Vinur í grennd
Í grendinni veit ég um vin sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
Og árin án vitundar minnar
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
Ég hringi á morgun, ég hugsaði þá,
svo hug minn fái hann skilið,
en morgundagurinn endaði á
að enn jókst mill´okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grendinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd ´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnum send
er sannur og einlægur vinur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2007 | 22:24
Eru skógar að verða umhverfisslys hér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 23:07
LÍFSÞOR
Smá speki sem hún systir mín fann einhverstaðar og holt er öllum að lesa.
Það þarf meiri kjark til að segja satt, en ljúga.
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðum.
Manndóm til að hafa eigin skoðun.
Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild ef að andinn á að dafna.
Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt, oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
Og enginn tekur mistök sín til baka.
Því þarf magnað þor að vera sannur maður.
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður
Fylgja í verki sannfæringu sinni,
Sigurviss, þó freistingarnar ginni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2007 | 16:42
Hvannadalshnjúkur 26 maí
Við vöknuðum klukkan 3:45 alveg eldsprækir ferðafélagarnir og tilbúnir í nánast hvað sem var, að vísu var okkur bent á það síðar af nágrönnum okkar að þetta var aðeins of snemmt að þeirra mati. Við vorum svo komnir að Sandfellinu um fimmleitið og hófst svo gangan upp 5:20. Ferðin upp að jökli í 1100 m gekk ágætlega og vorum við komin þangað um níuleitið og fórum við þá að næra okkur og gera línuna klára, við félagarnir erum það hófsamir að við völdum fimmtulínuna en hún er á meðalhraða upp. Í línuna völdust alveg ágætis ferðafélagar sem skiptust í 4 Akureyringa, 2 flatlendinga, 2 Reykvíkinga og 1 Mýrdæling en hann var línustjórinn. Þegar gangan upp jökulinn hófst þá var hitinn orðinn mjög mikill því það var sól og logn, svitinn rann í stríðum straumum á þessum kafla ferðarinnar og ekki bætti það úr skák að göngufærið var mjög þungt eins og sést best á því að við vorum 14,5 klst. að fara upp og niður en í fyrra 12 klst. Þegar við vorum komin í um 1500 m hæð skall á okkur hríð sem gerði það að verkum að skyggni var mjög lélegt og gengum við alveg á toppinn í þessu veðri en þar upp var -9°C. Þessi hríð gerði það að verkum að við sáum ekkert fyrr en við vorum komin í um 600 m hæð á leiðinni til baka, en hópurinn var jákvæður og glaðlindur þannig að þetta hafði ekki mjög mikil áhrif á hann og ætla menn bara að fara aftur á næsta ári og reyna þá að fá betra útsýni. Eins og áður er sagt þá vorum við í línu fimm en þegar við vorum að nálgast tindinn þá var fyrsta línan þar stopp og sigum við þá fram úr og urðum fyrst á tindinn af ferðafélagshópnum þessu fögnuðum við síðar um kvöldið með eggjaveislu en þar voru á borðum Fílsegg, Svartbaksegg og svartfuglsegg í boði Mýrdælingsins, með þessu var svo drukkið rauðvín, bjór og Pepsí max.
Bloggar | Breytt 29.5.2007 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
25.5.2007 | 14:22
Svínafell
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2007 | 20:34
Vorið það fraus í ylnum
Jæja ég get ekki orða bundist lengur, veður sem hafa lítil áhrif á mig dags daglega eru farin að vekja undrun hjá mér ég er búinn að upplifa það núna í þrjá daga í röð að vera í snjókomu eða éljum, allur fjallahringurinn er hvítur eins og að vetri og þegar ég ákvað að fara fyrir hálf sjö í morgun í vinnuna þá þurfti ég að skafa allan bílinn. Og hvernig verður morgundagurinn?? Munið það var bara fyrir nokkrum dögum að þá hélt maður að það væri komið sumar hitinn var það mikill....
En núna rétt í þessu voru Sjálfstæðismenn að kynna sína ráðherra og ég held að það hljóti að koma ylur í þetta allt saman með nýrri stjórn ég held það hljóti bara að vera hann Guðni sem andar svona köldu núna eftir að hann missti stólinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 16:09
Þríhyrningur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 17:28
Dranghlíðarfjall
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2007 | 21:00
Úlfarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2007 | 18:11
Kosningahelgin að baki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar