Færsluflokkur: Bloggar

Er bara að vinna

Jæja verð að fara að fá andann yfir mig geri ekkert annað en að vinna þessa dagana og það allt of lengi en vona að ég nái að blogga um helgina eitthvað af viti.

Hellugrill

Við komum saman hér á Hellu um það bil 27 frændur og frænkur sem var mjög gaman að hitta, við grilluðum mjög góðan mat sem Biggi sá um að útbúa. Það var mikið spjallað og hlegið á pallinum en veðrið var mjög gott og allir gátu verið úti Smile  Ákveðið var svo að hittast fljótt aftur hjá Berglindi.

Hekluganga

Dagurinn í gær var nokkuð sólríkur og bjartur svo að það var tilvalið að fara til fjalla, ég fylgdist með Heklunni og var mjög bjart yfir henni. Ég , Hjördís og Guðni lögðum í hann en eftir því sem við nálguðumst Hekluna meira þá fjölgað skýjunum yfir henni og var orðin nokkuð þétt þoka þegar við komum en við lifðum í voninni um að þetta tæki af aftur og lögðum á fjallið. Gangan var nokkuð skemmtileg þarna upp og er það mjög gaman að virða hraunið fyrir sér á leiðinni en þegar við vorum komin í um 1150 m. hæð þá ákváðum við að snúa við því þokan var það þétt og ætlum við að fara aftur á mánudaginn en þá er spáin góð . Á heimleiðinni sáum við einn ref  við brautina upp að Áfangagili. En Hvað Heklu varðar þá var hún með hjálm úr þoku yfir sér þegar við litum til hennar á heimleiðinni.

 

Hekluhraun

 

 

SKRÁ YFIR HEKLUGOS

Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sendi frá sér skrá um Heklugos árið 1968 og samkvæmt henni er hægt að skipta allt að 7000 ára gossögu megineldstöðvarinnar í þrjú tímabil:

Virkni á sprungukerfum sunnan og suðaustan núverandi stöðu fjallsins.

 

Súra þeytigosvirkni, sem náði hámarki á tímabilinu 2000 fyrir Kristsburð og fram að fæðingu frelsarans.  Tímabil blandgosvirkni, sem myndaði ísúr hraun og blágrýti, þ.m.t. stórgosið 1104.

Sigurður komst að eftirfarandi niðurstöðu um Heklugos með rannsóknum sínum:

.
Ár

1104
1156
1206
1222
1300
1341
1389
1510
1597
1636

1693
1766
1845
1947
1970
1980
1981
1991
2000
Goslengd

 ?
 ?
 ?
 ?
 1 ár
 ?
 ?
 ?
 > 6 mán.
 1 ár
 7-10 mán.
 2 ár

 7 mán
 13 mán.

 2 mán.
 1-2 vikur

 1-2 vikur 
 1 vika
 10 dagar
Goshlé

>200-300
53 ár
46 ár
15 ár

78 ár
40 ár
47 ár

120 ár
86 ár
39 ár
56 ár
72 ár

77 ár
101 ár
22 ár
10 ár
11 ár

10 ár
9 ár
Hraun km²

Ekkert
>0,53
?
?
>0,5
?
>0,2
?
?
?
?
1,3 ca
0,63
0,8

0,2
0,15
0,15
?
?
Gjóska km³

 
?
0,03
0,01 
½
0,08

0,08
0,32

0,24
0,08
0,3
0,4

0,28 
0,21
0,07
 
0,09
0,09

?
?
Gjóskustefna

N
SSA?

ANA
A

N
VNW 
SSA
SV
SA
NA
NNV
N

SA
S
NNV

N
N 
?
?
Skaði

Mikil
Lítill
Lítill
Lítill
Mikill
Mikill
Talsv.
Mikill?
Lítill
Lítil
Mikill
Talsv
.
Lítill
Lítill
Lítill
Talsv.
Talsv
.
Lítill
Lítill

 

 


Svo lítið til að hugsa um

Dag einn var sérfræðingur í tímaskipulagningu að tala fyrir framan hóp viðskiptafræðinema. Til að koma meiningu sinni til skila þá notaði hann sýnikennsku sem nemendurnir gleyma aldrei.Þar sem hann stóð fyrir framan þennan hóp af metnaðarfullu fólki þá sagði hann: Jæja, þá skulum við hafa próf.  
Hann tók 5 lítra krukku með stóru víðu opi og setti á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann 10 hnefastóra steina og kom þeim varfærnislega fyrir í krukkunni. Þegar krukkan var full og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana þá spurði hann:
Er krukkan full?

Allir í bekknum svöruðu:
Jæja?
sagði hann. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Því næst sturtaði hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leið sem olli því að mölin komst niður í holrýmið á milli stóru steinanna.
Svo spurði hann hópinn aftur: Er krukkan full?
Í þetta sinn grunaði nemendurna hvað hann var að fara
Sennilega ekki  svaraði einn þeirra.
Gott svaraði sérfræðingurinn. Hann teygði sig undir borðið og tók fötu af sandi og hellti í krukkuna. Sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru. Enn spyr hann: Er  krukkan full?

Nei
 æptu nemendurnir.
Gott  svaraði hann. Því næst tók hann könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full. Svo leit hann yfir hópinn og spurði: Hver en tilgangur þessarar sýnikennslu?

Einn uppveðraður nemandi rétti upp höndina og sagði: Tilgangurinn er að sýna að það er sama hversu full dagskráin hjá þér er, ef þú virkilega reynir, þá má alltaf bæta við fleiri hlutum.
Nei
  svaraði sérfræðingurinn. Það er ekki það sem þetta snýst um. Sannleikurinn sem þetta dæmi kennir okkur er að ef þú setur ekki stóru steinana fyrst kemur þú þeim aldri fyrir.
 Hverjir eru stóru steinarnir í þínu lífi?

Börnin þín?
Fólk sem þú elskar?
Menntun þín?
Draumarnir þínir?
Verðug málefni?
Að kenna og leiðbeina öðrum?
Gera það sem er skemmtilegt?
Þú sjálfur?
Heilsan?
Makinn?

Mundu að setja stóru steinana í fyrst, annars kemur þú þeim aldrei fyrir. Ef þú veltir þér upp úr litlu hlutunum (mölinni, sandinum og vatninu ) þá fyllir þú líf þitt með litlum hlutum sem skipta í raun ekki máli og þú munt aldrei hafa þann tíma sem þú þarft til að eyða í stóru mikilvægu hlutina í lífi þínu (stóru steinana).


Noregsferð

Ég skellti mér til Noregs að til að stðja U-17 landslið kvenna í knattspyrnu og var að koma til landsins, ég var sá eini sem kom bara í þeim tilgangi að horfa á en svo í gær bættist við annar pabbi svo að prósentulega var það góð viðbót. Stelpurnar töpuðu sínum leikjum og eiga að keppa við Danmörku um sjöundasætið í fyrramálið en þann leik geta þær alveg unnið því þær eru búnar að sína að þær hafa heilmikla getu til að sigra og sýndu það best á móti Hollendingum hvað þær geta í knattspyrnu en þar yfirspiluðu þær Hollenskustelpurnar á köflum sem var mjög gaman að sjá.

Vona að við förum fleiri á næstu leiki hjá stelpunum því ekki veitir af að hvetja þær.


Dagný

Núna er langþráðum draumi dóttur minnar náð hún var valin í U 17 landsliðið í fótbolta og fer til Noregs í fyrramálið til að keppa þar á norðurlandamóti í fótbolta. Það verður ekki gott veður þar sem þær keppa rigning og þrumuveður með köflum alla vikunaGetLost

Veiðivötnin á morgun

Komið er að þessum árvissa atburði  í lífi okkar Veiðibræðra að hittast í 3 daga veiði í vötnunum Smile og vonandi verður jafn gaman og venjulega. Samkvæmt veðurspá þá sýnist mér við liggja í sólbaði og hafa það bara huggulegt en það gæti verið gott að veiða á miðvikudaginn vindur og kannski skýjað og ef vindáttin helst þá er bara einn staður seinnipartinn sem kemur til greina, en þetta segir maður alltaf, jú veiðimenn eru bæði þolinmóðir og bjartsýnir og fá konur ekki betri eiginmenn Smile  Þeir Aron og Ingó sjá um matinn á villibráðarkvöldinu og er hann svona

Forréttur

Rjómalöguð humarsúpa með fersku Ítölsku snittubrauði

Hvítvín

Lindemanns Chardonney,

Ljósgult, meðalfyllt, þurrt með mildri sýru,suðrænum ávöxtum, peru og hnetukeim.

Aðalréttur

Feraskkryddaður, eldgrillaður háfjallalambavöðvi í rauðvínssósu með sætum kartöflum og fersku háfjallasalati með sólþurrkuðum tómmötum og sinnepsdressingu.

Rauðvín

Caminos Terra Andína Cabernet Sauvingon Merlot rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með lítil þroskuð tannin, mjúkan ávöxt,létta krydd og eik.

Eftirréttur

Háfjalladesert með stífþeyttum stífþeyttum rjóma og súkkulaðispænum.

Háfjallakaffi með hjartastyrkjandidreitil

Og vonadi verður glatt á hjalla í Dvergasteini en þar ræður Jónas söngnum


Reynslusaga úr netheimum sem ég fékk senda

 

Rakst á þessa einlægu frásögn á vappi mínu um netheima....:

Sko einu sinni var ég á einhverju heilsufæði sem samanstóð af alls konar  baunum...og aukaverkanir af því voru þær að vindgangurinn var rosalegur og hrikalega illa lyktandi...ætla ekki að lýsa honum hér..læt ykkur um að ímynda ykkur þann fnyk!!!  En hvað um það..á laugardagsmorgni þarf ég að bregða mér í Bónus..kallinn vildi bara bíða í bílnum þar sem ég þurfti ekki að gera nein stór innkaup. En röðin var rosalega löng og ég þurfti að bíða lengi lengi...og mér var  mál að leysa vind. En auðvitað gerir maður það ekki í röð í Bónus...svo ég hélt enn fast í mér..og var gjörsamlega orðin viðþolslaus þegar það var loksins komið að mér...hrúgað vörum í pokann og nánast henti peningunum í kassadömuna. Hljóp svo út eins hratt og ég komst..hentist inn í bílinn hjá kallinum mínum..og prumpaði og prumpaði og gaf svo frá mér fegins andvarp og sagði  hátt...AHHHH..ÞETTA VAR GOTT....um leið og ég snéri mér að kallinum mínum til að útskýra þrautagöngu mína í Bónus.

Stelpur..ég hélt að það myndi líða yfir mig...þegar ég leit á hann og sá að ég var í vitlausum bíl....og maðurinn sem sat við stýrið var ekki maðurinn  minn...heldur einhver allt annar kall sem var greinilega að kafna úr  skítafílu OG HAMAÐIST VIÐ AÐ SKRÚFA NIÐUR RÚÐUNA SÍN MEGIN.

Ég hélt ég myndi deyja...tautaði einhver afsökunarorð...og tróðst svo bara út úr bílnum..og aumingja maðurinn sagði ekki orð..var líklega alveg að kafna og greinilega skíthræddur við þennan ruglaða prumpustamp.  Ég fæ enn illt í magann þegar ég skrifa þetta..og verð rjóð í vöngum af skömm

 

 


Vika í Veiðivatnatúrinn

Úthlutunarreglur bikara Veiðibræðra 

Skráðir meðlimir í veiðiklúbbnum Veiðibræður geta einir fengið bikara þá sem um er keppt. 

Þeir bikarar sem um er keppt eru Stærsti fiskurinn og Orrabikarinn.  

Úthlutunarreglur um stærsta fiskinn

 1.Sá sem veiðir þyngsta fiskinn fær bikarinn til varðveislu í eitt ár. 

2.Ef tveir fiskar eru jafn þungir þá skulu þeir mældir frá snoppu að sporði eftir miðlínu fisks. 

3.Ef fyrri tveir liðirnir duga ekki þá fær sá bikarinn sem fleiri fiska hefur veitt í túrnum, en dugi það ekki heldur þá verða hinir í hópnum að sjá til þess að það fækki hjá öðrum aðilanum svo að úrslit fáist, þetta er víst alþekkt í hópnum. 

Úthlutunarreglur um Orrabikarinn

  1.Bikarinn skal veita þeim sem engan fisk fær að kveldi veiðidags, verði tveir eða fleiri fisklausir eftir daginn þá ræður hlutköstur. 

2.Verði allir með fisk eftir daginn þá fær sá bikarinn sem minnstan fiskinn veiðir eðafæsta fiskana eftir því hvort er hentugra. 

3.Bannað er að henda fiski undir 25cm til að komast hjá því að fá bikarinn. 

4.Orri dagsins verður að skila bikarnum að morgni svo hægt sé að byrja nýja keppni strax daginn eftir.

 5.Í lok veiðitúrs þá heldur sá er síðast fékk bikarinn honum til varðveislu að næsta veiðitúr að ári og ber honum að skila honum strax í upphafi veiðitúrs.Áfengis neysla er ekki tekin til greina ef það gleymist að skila honum(þetta á við um yngribræður sérstaklega en einn og einn eldri er líka í dæminu) 


Úr góða veðrinu á Suðurlandi

Jæja verð að gefa mér smá tíma í blog en þessa dagana þegar veðrið er svona gott er maður að laga til í kringum húsið og ég keypti mér bjálkahús sem ég er að setja saman á pallinum hjá mér en það verður allt annað líf að fá það undir grillið og flr. einnig er komin fúavörn á allt tréverkið sem er um 120 fermetrar með skjólveggjum alltaf jafn gaman að bera á :-(  .Hef engan tíma haft fyrir fjallferðir en stefni enn einu sinni á Hekluna um helgina en spáin er ekki góð rigning.

 

Tvö mörk Helga í 3:1 sigri Vals á Víkingi   Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband