Færsluflokkur: Bloggar

U-17

U17 heldur til Slóveníu í fyrramálið, Dagný fór á æfingu þar í gær en gat lítið æft vegna meiðsla eftir leikinn við KR þar sem hún uppskar glóðarauga og högg á læri, en á æfingunni var hún gerð að fyrirliða landsliðsins,  í morgun þá var rok og rigning svo að æfingin var einungis í klukkutíma en stelpan var miklu betri í fætinum, á heimleiðinni var krapaslydda á Hellisheiðinni og hávaða rok svo að það má búast við því að haustið sé að skella á.

Valur vann KR 4-2

Valur vann KR 4-2 Grin  í Frostaskjólinu og var það frábært fyrir okkur Valsara Grin Dagný skoraði eitt mark og lagði upp annað, ég fann mynd af henni á fotbolti .net þar sem hún er að skora markið Grin

 


Stóri dagurinn 13 september

Stóri dagurinn er 13 september í Kvennaboltanum en þá mætast Valur og KR í hreinum úrslitaleik og er hún Dagný í leikmannahópi Vals. Val á að duga jafntefli og vinna næsta leik til að halda Íslandsmeistaratitlinum sem við að sjálfssögu vonum og segðu bara áfram Valur og við vinnum í Frostaskjólinu en leikurinn byrjar 17:00 og bið ég alla sem þetta lesa að koma og styðja Val til sigursSmile 

En þetta er ekki búið í boltanum því það verða svo landsliðsæfingar hjá dömunni 14 og 15 sep. og svo á sunnudagsmorgun heldur hún til Slóveníu í Evrópukeppnina með U17 landsliðinu en þar eru þær í riðli með Slóveníu, Úkraínu og  Lettland

Hægt er að fylgjast með stöðunni  í riðlinum á  http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=15688&Rodun=U  og svo gæti líka komið á  www.fotbolti.net

 

 


Getur það verið!?!?!


Snarvitlaus maður með nýsteikt lambalæri í hendinni vatt sér inn í  
Nóatúnsverslun og beint að kjötborðinu og sagði við unga
afgreiðslumanninn:
 
ÉG VAR AÐ STEIKJA ÞETTA LÆRI SEM ÉG KEYPTI HÉR Í DAG OG ÞAÐ VARÐ EKKI  
AÐ NEINU, ÉG ER MEÐ MATARBOÐ OG ÞETTA DUGAR EKKI : !( ÞRUMAÐI HANN ÚT  
ÚR SÉR)
 
Afgreiðslumaðurinn ungi horfði skelkaður á þann reiða og sagði svo:
 
Jáá , veistu hvað ? ég keypti mér lopapeysu um daginn, svo varð hún  
skítug, ég henti henni í þvottavél og síðan í þurrkara og hún bara  
hvarf !!!
 
...bætti svo við , heldur þú að þetta sé af sömu rollunni ??

Vatnamótin og Goðdalur 31 águst - 5 sept.

Við félagarnir héldum austur í Vatnamót og vorum mættir snemma til veiða föstudagurinn lofaði mjög góðu en þá var rigning og logn. Ekki veitti af rigningunni þarna fyrir austan en ég hef ekki séð svona lítið af vatni í ánum þarna áður, Fossálarnir voru svona 1/3 af venjulegu ári. En við veiðimenn erum bæði þolinmóðir og bjartsýnir þannig að við létum ekkert trufla okkur og byrjuðum strax veiðar og vorum mjög iðnir og þegar fyrsta deginum lauk þá voru kom á land 6 sjóbirtingar og 1 lax. Daginn eftir vorum við mættir um 7 á bakkann jafn áfjáðir og daginn áður í veiðar en þá hafði veðurguðinn snúið áttinni og  kominn var norðan beljandi en við létum það ekki á okkur og vorum jafn iðnir og það höfðust einungis 4 sjóbirtingar þann daginn. Sunnudagurinn var alveg dauður en það sýndi sig einn stór fiskur sem var eina lífið þann daginn. Annars voru stóru fiskarnir ekki í tökustuði þessa daga sem við vorum við veiðar heldur bara rétt glefsuðu í veiðitólin til að láta menn fá adrenalínssjokkGasp en hjartað þolir þetta enn.Grin

 

Gunni og Brynjar

 

Strax eftir að veiðum lauk hélt ég norður í Strandasýslu nánar tiltekið í Goðdal en það er dalur sem gengur úr Bjarnafirði og var ég kominn þangað um ca.10 leitið um kvöldið en þar tóku á móti mér fullt af frænkum og frændum á öllum aldri sem ég er í óða önn að reyna að kynnast. Í Goðdalsánni er sjóbleikja og kom slatti á land. En líkt og í Vatnamótunum þá setti veðrið strik í reikninginn en það var ekki stætt úti á þriðjudeginum á tímabili og fauk allt sem fokið gat og trúlega það léttasta alveg norður í Húnaflóa W00t Það var mjög gaman þarna að geta verið á árbakkanum skoðað landslagið í friði enginn sími til að trufla einungis vælið i fálkanum en í gamalli sögu segir að hann væli eftir að hafa borðað hjartað úr systur sinni rjúpunni en mér sýndist að þarna væru góðar rjúpnalendur og þó svo að maður fengi enga þá er göngutúrinn um þetta svæði örugglega mjög skemmtilegur.

Ég þakka ykkur öllum fyrir frábæra daga vinir, frænkur og frændur en svona dögum gleymir maður ekki . Smile en þeir fara í stóru minningabókina

 

 


Flugfarþeginn ég

Flugfarþeginn ég, hef velt fyrir mér fargjöldum og yfirvigt og hvernig flugfélögin ná í auknar tekjur með því að vera strangir á yfirvigtinni. Ég ferðast nokkrum sinnum á ári erlendis og keppast flugfélögin innan """ að vera með ódýr fargjöld frá okkar ylhýra. Sem dæmi þá gat ég keypt ferð í apríl á um 45000 til Minneapolis ekkert hótel en ég gat fengið flug frá Minneapolis til Las Vegas á 32000 og voru 5 nætur  innifaldar í verðinu  á Excalibur hótelinu.

Mér finnst að flugfélögin séu farin að taka mjög strangt á yfirvigt og láta menn borga fyrir 2-3 kíló í yfirvigt sem ég segi að sé bara hækkun á fargjaldinu mínu. Ég er 80 kíló og er að ferðast með tösku sem er 30 kíló samtals 110 kg.  Ég borga 10000 kall í yfirvigt. En ef ég væri 120 kílóagramma maður með 20 kílóa tösku samtals 140 kíló þá slepp ég við yfirvigt þó svo að ég verði að troða mér í sætið og valda sessunautnum miklum þrengslum og ónæði því ég er alltof breiður. 30 kílógramma mismunur.ErrmEr eitthvað réttlæti til í þessu?? Eða verð ég bara að klæða mig betur fyrir flugið heim svo að ég verði breiðari og taskan léttari??Smile


Menningarnótt

Þá er komið að þessum árvissa viðburði Reykvíkinga og ef veður verður eins og í fyrra þá verður gaman þarna á götunum því margt er í boði til að gleðja augu,eyru og svo má nú ekki gleyma braglaukunum. Ég fór á menningarnótt í fyrra og skemmti mér alveg ágætlega fór að borða á Carúso og svo að horfa á flugeldana sem voru alveg ágætir. Lífið á pöbbunum var ekkert á eftir því allir voru úti svo að ég fór bara snemma heim. Ég er núna að spá í að skella mér aftur á þessa miklu gleði Reykvíkinga  því spáin er það góð og þá verður andinn í fólkinu það líka.


Valskonur unnu stórsigur í síðasta leiknum

Valur vann í dag hollensku meistarana í Den Haag, 5:1, í síðasta leik sínum í fyrstu umferð Evrópukeppninnar, en leikið var í Færeyjum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, á 7. og 19. mínútu, og Dagný Brynjarsdóttir kom Val í 3:0 tæpum tíu mínútum fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik bætti Nína Ósk Kristinsdóttir við tveimur mörkum áður en þær hollensku skoruðu sitt eina mark.

Þessi frétt er af mbl.is 

 


Valsstelpurnar komnar áfram í evrópukeppninni

Valsstelpurnar komnar áfram í evrópukeppninni eftir sigur á KÍ í Færeyjum. Búnar að vinna tvo leiki og eiga eftir að spila einn enn við Den Haag frá Hollandi.

 http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=50734

 

 


Speki dagsins

Steingeit: Allt það besta sem þú hefur fram að bjóða er bara byrjunin. Þú vilt framkvæma góðverk sem rýmist ekki innan eðlilegs mannlegs reynsluheims.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband