Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2007 | 21:29
Latur bloggari
Svakalega hef ég verið slakur í að blogga undanfarið, ég hef skoðað blogg en ekkert reynt að gera sjálfur, las t.d. bloggið frá miðbæjaríhaldinu sem vill flugvöllinn burt en af hverju veit ég ekki, kannski er það hávaðinn, í Las Vegas lenda vélarnar í röðum og getur maður horft upp aðal hótelgötuna (the Strip) þegar vélin rennir að flugstöðinni, í London og Kaupmannahöfn er stöðugt verið að fljúga yfir borgirnar og svona er þetta mjög víða svo að ég skil ekki af hverju þessi völlur megi ekki vera landsbyggðinni til framdráttar því ef hann verður færður þá má heita að innanlandsflug leggist af en nóg um það.
Ég hef ekki alveg sagt allt um dvöl mína í Odense en þar fórum við feðginin að föndra eins sést á sumum myndanna, við skárum út grasker fyrir hrekkjavökuna, og svo var það jólaföndrið sem var okkar stolt, jólaórói og svo fullt af litlum jólasveinum (ætli það séu að koma jól?) læt flakka eina mynd svo það sjáist hvað einbeitingin var mikil, en svo núna eru það seríurnar sem verða að vera klárar fyrir mánaðrmót, það er gott að hafa nóga þolinmæði við allar þessar litlu perur en þær eru vel á fjórða hundraðið hjá mér og ég er hálfnaður að gera við
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2007 | 16:16
Smá brandari
Geir litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára
prófin og spurningarblöðin.
Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur
búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja
hann aukaspurningar.
"Geir minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar
aukaspurninar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur
einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"
"Enginn", svarar Geir.
"Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan?
"Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu"
segir Geir
Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér
líkar hvernig þú hugsar"
Örstuttu seinna réttir Geir litli upp hendi.
"Já Geir"
"Má ég spyrja þig einnar spurningar?"
"Endilega" segir kennslukonan.
"Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís,
ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim
sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Geir Kennslukonan roðnar og
segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur
ísinn?....eða eitthvað"
"Neeiiii" segir Geir litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn,
en mér líkar hvernig þú hugsar"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 21:28
Danmörk

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2007 | 16:34
Lífið í Odense



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 20:27
Veiðivötn
Ég fór í Veiðivötnin í dag starfsins vegna og var frekar kalt þar inn frá norðan rok og jaðraði á köflum við sandfok. Þetta var mitt fyrsta skipti í vötnunum þar sem ég er aleinn og ekkert líf að sjá alveg ótrúlegt. Ég var stangarlaus svo að ég prófaði ekkert enda í vinnunni og svo held ég að ég hefði frosið fastur strax á fyrsta korterinu. Þeir sem leigja kofa yfir veturinn eru mættir með sína olíukálfa og virðast vera tilbúnir í ævintýri vetrarins. Læt mynd fylgja frá Dvergasteini og Langavatni svona seint um haust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 20:29
Borgarstjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 21:50
Friðun Blesgæsar
Ég sá það í blöðunum að menn væru að skjóta Blesgæs í stórum stíl hér á landi þó svo að hún væri friðuð og mér fannst menn vera undrandi á þessu. Ég var ekki hlynntur þessu banni þar sem ég þekki svo marga sem þekkja ekki muninn á gæsategundunum og þar af leiðandi sjá þeir bara gæs á flugi og skjóta á hana Í ljósaskiptunum á morgnana og kvöldin þá þarf nokkuð glögga menn til að þekkja tegundirnar í sundur og sérstaklega þegar þær fljúga hljóðlaust inn á túnin eða eyrarnar. Í bókinni Fuglar Íslands og Evrópu er mönnum kennt að þekkja fugla á flugi og ég tel að ef verið er að friða eina tegund þá eigi að senda veiðimönnum myndir af þeirri tegund til að auðvelda þeim að þekkja fuglana í sundur. Og svo er gargið í þeim heldur ekki líkt. En ef menn ætla í raun að vernda Blesgæsina og gera eitthvað í því þá er bara eitt ráð við því og það er nánast að friða allt fyrir neðan þjóðveg 1 frá Selfossi og austur að Markarfljót en á þessu svæði er hún einna útbreiddust og einnig flestir veiðimennirnir. Það hefur verið algjör hending ef ég hef veitt blesgæs ofan vegar á liðnum árum, þar virðist bara vera grágæs og heiðagæs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 16:42
U-19
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Portúgal. Dagný Brynjarsdóttir úr Val kemur inn í hópinn fyrir Ólöfu Gerði Ísberg úr KR.
Það er skammt stórra högga á milli í knattspyrnunni Dagný var að koma í nótt frá Slóveníu og er að fara til Portugal með U-19 á miðvikudaginn, gaman hjá henni þessa dagana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2007 | 08:42
Á sunnudagsmorgni
Ég reif mig upp í morgun til að fara að vinna algjörlega útsofinn í leiðinda vindbelgingi. Ég ætlaði að nota gærkvöldið í að glápa á sjónvarpið en það var svo leiðinlegt að ég hef bara ekki séð annað eins svo að kvöldið hjá mér fór bara í það að halda mér vakandi Eitt reyndi ég þó og það var að finna mér DVD mynd í safninu mínu en það var engin sem heillaði mig enda hef ég séð þær allar sem segir að ég verða að fara að fjárfesta í fleiri myndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 08:08
Ísland - Úkraína
Í dag spilar U17 við Úkraínu og nægir þeim jafntefli til að vinna riðilinn en þær eru komnar áfram í milliriðil Evrópukeppninnar, tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. Hægt að fylgjast með stöðunni hér. http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=15688&Rodun=U
1 | Ísland | 3 | 3 | 0 | 0 | 15 - 1 | 14 | 9 |
2 | Slóvenía | 3 | 1 | 1 | 1 | 5 - 7 | -2 | 4 |
3 | Úkraína | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 - 6 | -2 | 4 |
4 | Lettland | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 - 12 | -10 | 0 |
Ísland var að vinna riðilinn örugglega svo að nú verður bara undirbúningur fyrir milliriðilinn framundan en hann verður spilaður árið 2008 að ég held.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar