Færsluflokkur: Bloggar

Á nýju ári.

Ég er rétt að láta vita að ég er enn á lífi því það er langt síðan ég hef sest við tölvuna til að skrifa. Ég hafði það mjög gott um jól og áramót sem ég eyddi með fjölskyldunni en við komum nokkru sinnum saman yfir hátíðirnar. Svo núna um helgina var ég á nýársfagnaði Valskvenna sem var mjög góð skemmtun og kynntist ég þar fólki sem ég vona að ég eigi eftir að hitta afturWink þær stóðu sig alveg með sóma stelpurnar í meistaraflokknum í þessu og vonandi verður framhald að áriSmile Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra þar sem ég var að koma af æfingu með stelpuna er farinn að þrá koddann. Hafið það sem allra best.

Mannshjartað skynjar hluti sem augun fá aldrei séð og hugurinn fær aldrei skilið.


Jólin nálgast

 

Ég óska ykkur öllum

                           gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Og munið þetta : Kærleikurinn er lifandi kraftaverk sem öllu getur breytt.

 

 


2 + 1 suðurlandsvegur.

Sá ég í vikunni viðtal við verkfræðing sem hafði unnið hjá Vegagerðinni og var hann að mæla með að við sunnlendingar fengjum 2+1 veg á Selfoss því það væri öruggast fyrir okkur. Ég er undrandi á því hvar þeir á Stöð 2 hafi fundið þennan mann,  trúlega á þjóðminjasafninu því svo illa er hann að sér í umferðarmálum nútímans. Hann hélt því fram að 2+2 væri bara hraðbraut fyrir okkur. Þegar ekið er austur fyrir fjall í dag þá eru 3 kaflar  á þeirri  leið 2+1. Ég hef marg oft lent í því að vera í bílalest sem ekur á um 70 km hraða og enginn kemst fram úr sökum þess að umferðarþunginn á móti er það mikill, og eins og menn vita þá reyna alltaf einn og einn að nota smáglufurnar sem myndast og stundum endar það skelfilega hjá þeim. En þegar komið er að þessum áður nefndu þremur köflum þá hefst kappaksturinn mikli allir að reyna að komast fram úr sem flestum bílum og þá sérstaklega þessum hægustu og þá spyr ég í hverju er öryggið fólgið ef menn þurfa að vera í kappakstri á vissum köflum leiðarinnar í þessum svokölluðu 2+1. Ég hef gert þetta og þarf að gera þetta áfram á meðan við fáum ekki 2+2 austur fyrir fjall.  En samt skil ég  núna eftir þetta viðtal sem ég sá og það er afhverju sum gatnakerfin í Reykjavík virka svona illa, þau eru hönnuð eftir menn sem ekki fylgjast með nútímanum og einu kröfurnar sem virðast vera gerða eru að mannvirkin lýti vel út úr flugvél ekki að þau virki fyrir umferðina og eins og bara eitt dæmi og það er að það skuli vera sett rautt ljós á hægri beyjuna af Suðurlandsbraut inn í Faxafen. Aldrei hef ég séð aðra eins vitleysu.

Nótt eina dreymdi mann draum

Þar sem nú er svartasta skammdegi og margir eiga erfitt þá er upplagt að setja þetta hér og leyfa lesendum að njóta góðrar vísu. 

   

 

Nótt eina dreymdi mann draum.

Hann dreymdi að hann gengi

eftir ströndinni með Drottni.

Á himninum birtast myndir úr lífi hans.

Við hverja mynd tók hann eftir fótsporum

í sandinum; önnur tilheyrðu honum,

en hin voru fótspor Drottins.

 

Þegar síðasta myndin birtist honum

leit hann til baka á fótsporin í sandinum.

Hann tók eftir, að mörgum sinnum

á lífsleið hans, voru aðeins ein fótspor.

Hann tók einnig eftir því

að það var á erfiðustu stundum lífs hans.

 

Hann undraðist þetta og sagði við Drottinn.

,,Herra, þú sagðir þegar ég ákvað að fylgja þér

að þú myndir ganga með mér alla tíð.

En ég hef tekið eftir að á erfiðustu stundum lífs míns

 eru aðeins ein fótspor.

Ég skil ekki hví þú yfirgafst mig

þegar ég þarfnaðist þín mest."

 

En Drottinn svaraði: ,,Ástkæra barnið mitt.

Ég elska þig og yfirgaf þig aldrei.

Þú sérð aðeins ein fótspor á tímum þjáninga þinna.

Það var þá sem ég bar þig.

 

 

 

(Þekki ekki höfundinn) 

Loksins vaknaður

Er að vakna loksins til lífsins er búinn að vera frekar slappur síðan sunnudaginn 25 nóv. en þá var ég að byrja að fá flensu en þetta er allt að koma núna en hefði kannski gengið fyrr fyrir sig ef ég hefði verið undir sæng heima en ekki út um allt í kuldanumSick Svíaferðin var góð og margt að sjá þar og lofaði ég mynd af Vasaskipinu en annan eins útskurð hef ég ekki séð og myndin sem ég birti hér er af skutnum

Læt þetta nægja í bili en vona að þið njótið myndarinnar þó að hún sé frekar dökk en það var svo slæm birta á safninu.

 


Stokholmur

Hedan ur sviariki er all gott fretta frekar kalt i dag en tad var krapaslydda i gaer og tad var ekki gaman ad vera a roltinu en madur let sig hafa tad, hopurinn er ad fara ut ad borda nuna svo ad eg hef tetta stutt nuna enda vantar alla islenku stafina. syni her bradum myndir af Vasaskipinu sem var frabaert ad skoda

Blogg frí

Er farinn í bloggfrí fram í næstu viku, er að fara til Stokhólms. En hver veit nema að ég finni tölvu og geti sent nýjustu fréttir frá Gamla Stan og lífinu þarHalo  góða helgi.

Dagný samningsbundinn Valsari

Í gær varð Dagný samningsbundin Val til næstu tveggja ára er hún ritaði nafn sitt á samning að Hlíðarenda, en það gladdi föður hennar mjög enda er hann að verða búinn að vera Valsari bráðum í fjörutíu ár Smile   sjá nánar á www.valur.is

 

               


Rjúputúr

Við bræðurnir fórum til rjúpna og gekk bæði ferðin og veiðin ágætlega eða við vorum allavega sáttir. Við vorum svo heppnir að Atli er nýbúinn að fjárfesta í þessum fína jeppa og fengum við slyddujeppaeigendurnir hans bíl lánaðan en hann er breyttur á 35" dekkjum. Síðan var haldið til fjalla og gekk ferðin sæmilega en það var hálka undir nýföllnum snjónum, við fundum gilljótt fjall sem okkur leyst vel á og byrjuðum á að hitta á rjúpur þar, en þetta fjall var ekki gott að ganga því það var svo ísað að við áttum í basli með að ganga  og standa á fótunum og má það kannski teljast heppni að við og byssurnar sluppum óskaddaðirFrown  Veðrið á fjöllum var svona sæmilegt, hríð og slæm birta en það var eins og sólin væri rétt við það að sleppa í gegn svo það blindaði okkur talsvert því endurkastið af snjónum var mikið. Við skemmtum okkur mjög vel þarna á fjöllum bræðurnir og komum bæði þreyttir og ánægðir af fjöllum, vonandi náum við að fara annan svona túr áður en þessu stutta veiðitímabili líkur. En það er bara í þessu samfélagi okkar að það er vont að finna tíma sem hentar öllum.Whistling

Skotvopna eign landsmanna

Ég sá í fréttunum eftir að fjöldamorðin voru framin í Finnlandi í vikunni þá fóru fréttamenn að velta sér upp úr því hvað við Íslendingar ættum margar byssur. Þetta segir mér að þeir hafa engar fréttir að segja því það skiptir ekki máli hvort það er byssa, hnífur eða bíll það er alltaf persónan á bak við hvert þessara tækja sem ræður og enginn annar. Til að eignast byssu þarf að undirgangast námskeið og fleira til að fá þessi réttindi að mega eiga byssu. En hnífa getur hver sem er keypt í öllum lengdum og enginn segir neitt. Ég get nefnt það hér að ég sá frétt á Sky News þar sem sagt var að flest morð sem framin væru á Englandi væru framin með hnífi. Ég bið bara um að fréttaflutningur sé sanngjarn. Ekki heldur kenna bílnum um ef maður drepur sig á ofsaakstri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband