Færsluflokkur: Bloggar

GSM notkun

Ég var að skipta um GSM síma í vinnunni þar sem sá gamli tæplega tveggja ára var búinn að vera. Þegar ég var að skoða hvað ég hefði talað mikið í hann þá komst ég að því að það voru rúmlega tíu sólarhringar á ári eða þrjátíu átta tíma vinnudagar á ári. Það er í apríl sem ég verð að byrja að nota heyrnartól á símann svo að ég sleppi við höfuðverk en hann fæ ég ef ég tala án þeirra yfir tvo tíma á dag. Og nú spái ég bara í það hvernig maður fór að áður en þessi gemsi kom og hvernig hausinn á manni verður eftir tuttugu ár í viðbót.Woundering

Richard Hawley - Valentine


Frábær sunnudagur

Var ótrúlega sprækur í gær vaknaði rúmlega sjö og var mættur með yngri dótturina í Kórinn rúmlega átta en þar var landsliðsæfing. Dreif mig svo austur og fór til fjalla ákvað að ganga á Bjólfellið sem er ofarlega á Rangárvöllunum en veðrið var frábært logn og sól. Á uppleiðinni taldi ég mig heyra í tófu en var ekki viss en þegar á toppinn var komið sá ég hana í um tuttugu metra fjarlægð og brá henni svo að hún hentist fram af næstu snjóþekju og var horfinn með það sama. Fjallið hafði reynst henni erfitt því það blæddi úr þófum á einum fæti hennar. En í dag er ég ánægður með sjálfan mig finn ekki fyrir þessu labbi svo að nú verð ég bara að hella mér út í fjallferðir til vors svo að ég verði kominn í gott gönguform fyrir Hvannadalshnjúkinn í maí.

Sigga vildi fá að sjá hvernig tanið lýtur út eins og hún orðar það svo að ég læt fylgja mynd sem ég tók á Bjólfellinu.

 

Á toppnum


Er á lífi

Var að koma úr sólinni í Karabískahafinu og svona rétt að sýna ykkur hvernig ströndin leit út.

StröndinStröndin 

 


Ferðasaga úr vestrinu

Það var árið 2004 að ég og Gunnar vinur minn fórum ferð til Phoenix Arizona að hitta kunningja og leika okkur í leiðinni en þessi ferð er geymd í stóru minningabókinni. Eftir að við höfðum dvalið í Phoenix þá var ferðinni heitið til Flagstaff en þar höfðum við ákveðið að gista. För okkar var heitið strax morguninn eftir til að skoða Grand Canyon. Við keyrðum um í Flagstaff í leit að hóteli en það er nóg af þeim þar því það eru svo fallegar skíðabrekkur þar nærri. Við fundum ágætis hótel frá um 1920 með myndir af gömlum kvikmyndastjörnum upp um alla veggi og herbergin skírð eftir þeim. Herbergið sem við fengum var með tveimur king size rúmum og þessum flotta ruggustól. Ruggustól hef ég aldrei séð áður á hótelherbergi.

Þegar við gengum inn í lobbyið þá sat þar maður við borð eins og er víða á hótelumSmile, en þessi maður veitti tungumáli okkar athygli og þegar ég snéri mér frá afgreiðsluborðinu þá spurði hann hvaðan við værum og fékk hann að vita það. Hann vildi vita meira því hann vildi vita hvaðan við værum nákvæmlega ég sagðist vera frá Hellu og hann svarði bara "já" og svo sagðist hann hafa verið vinnumaður á Húsatóftum á Skeiðum í um eitt ár. Þessi maður er Þýskur og var við vinnu þarna á hótelinu við endurbætur. Hann tók af mér loforð um að skila kveðju til Dúnu og fjölskyldu.

Og að sjálfsögu efndi ég loforðið og hafði ég samband við  Dúnu þegar heim var komið hún sagði mér ýmislegt um þennan mann eins og t.d. að hann hefði verið þannig, að hann vildi koma öllum sínum eigum fyrir í bakpoka, hann gerði sér far um að kynnast bæði landi og þjóð, einnig að læra málið en hann sagði mér að hann væri farinn að ryðga í því. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni til Þýskaland þetta sama ár, fór í þorpið hans og reyndi að hafa uppi á honum, enginn vissi neitt um hann þar annað en hann væri staddur einhverstaðar í Bandaríkjunum. En við Gunnar hittum hann í Flagstaff sem okkur finnst ótrúlegt,  smábær í norður hluta Arizona. Á þessu sést hvað heimurinn getur verið ótrúlega lítill.

Morguninn eftir héldum við til Grand Canyon og Þaðan til Las Vegas og vorum komnir þangað um kvöldið, fórum þaðan á þriðja degi til Minneapolis og eftir fjögra daga stop þar var haldið heim 


Hvít lygi

Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndu. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða. 
"Að sjálfsögðu barnið mitt" sagði klerkurinn, "hvað get ég gert fyrir þig?" 
"Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum" sagði konan.  "Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn.  Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni." 
"Ég veil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig" sagði presturinn.
 
Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan.  Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spruði hann hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir. 
"Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr" sagði presturinn
 
"Hvað ertu með neðan beltis?" spurði tollvörðurinn.
 
"Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið ónotað." 

Sunnlenskur vetur

Hella                                      Landssveit

 

 

 

 

                                                                                             


Eldingar

Mikið af eldingum gengur nú hér yfir okkur og hef ég verið að sjá eldingar koma af himnum ofan og lenda í jörðinni þetta er svona veður eins og sést víða erlendis, gaman að sjá þetta en raforkukerfið þolir þetta illa. Set hér inn mynd svo að þið getið séð hvað þær eru að koma á afmarkað svæði hér hjá okkur.

Eldingar

 


Vetur konungur

Undir morgun brast hann á með snjókomu hér á Suðurlandi og var snjódýptin eftir daginn  í kringum húsið mitt um 40 cm Crying sem er alls ekki skemmtilegt og svo bíð ég ekki í það þegar fer að blása en þá fyrst koma skaflarnir með tilheyrandi ófærð. Í vinnunni í morgun voru bilanir í kerfinu og þegar við vorum úti á vegunum þá sást greinilega að snjóruðningstækin höfðu engan vegin undan snjókomunni enda sumstaðar hér utan við Hellu,  snjórinn kominn í hné um hádegi. Fengum trúlega svipaða gusu og Grindvíkingarnir fengu í gær. En við verðum víst bara að brosa og bíða spennt eftir vorinu því eins og tíminn flýgur þessa dagana þá verður það komið áður en maður veit af. Vona að þið hafið það sem best þarna úti í snjónum og látið hann ekki pirra ykkur Smile

Smá speki í lokin eftir Lao-tse,

Snjógæsin þarf ekki að þvo sér til að verða hvít. Þú þarft heldur ekki að gera neitt nema að vera þú sjálfur.-


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband