Færsluflokkur: Bloggar
21.4.2008 | 17:13
Icelandair og yfirvikt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 17:31
Vatnajökull og Grímsvötn
Fór ásamt hópi góðra manna í Grímsvötn og eyddi þar helginni. Við komum í Grímsvötn á föstudagskvöldið eftir um 4,5 tíma ferð úr Hrauneyjum. Á Grímsfjalli var -15°C og og svona 9m/sek. svo að maður varð að fara í gömlu góðu lopapeysuna. Það kom mér að óvart hvað aðbúnaður er góður þarna á fjallinu, 2 upphituð hús sturta og gufubað. Á laugardaginn var svo farið í langan bíltúr um jökulinn og byrjað á að keyra í kringum Grímsvötnin og eldstöðvarnar skoðaðar. Síðan lá leið okkar að fjalli sem heitir Þumall en hann er stuðlabergdrangur. Við sáum frá honum vel yfir Morsárdalinn og niður á Skeiðarársand sem var alveg meiriháttar að sjá úr þessari áttinni enda bauð veðurguðinn upp á sól og bjart veður á þessum hluta jökulsins. Það skóf það mikið á norður og austurhluta jökulsins að við frestuðum för okkar á Hvannadalshnjúk um eitt ár. Eftir frábæran dag var svo haldið heim í skála þar sem grilluð voru lambalæri og menn gerðu sér glaðan dag. Haldið var svo til byggða á sunnudagsmorgninum en veður hafði þá versnað til muna kominn skafrenningur og aðeins ofankoma með sem gerði það að verkum að við urðum að keyra eingöngu eftir GPS tækjunum til byggða en sú ferð tók um 10,5 klukkustundir með smá bilanastoppi en einn bíllinn var að missa undan sér aftur hásinguna og þurfti að redda því máli svo hann kæmist til byggða. Ákveðið var að fara í Esjufjöllin að ári en þau eru í sunnan verðum jöklinum og það er styttra ferðalag á hnjúkinn heldur en úr Grímsvötnum. Set inn myndir fljótlega úr túrnum.
Bloggar | Breytt 17.4.2008 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2008 | 18:06
Icelandair og yfirvigt
Ég kom frá Danmörku þann 30 mars og var látinn greiða yfirvikt sem ég þessi granni maður er ekki ánægður með því ég og taskan mín viktuðum ekki nema 110 kg. saman en eins og ég hef skrifað um hér á síðunni þá er þetta óréttlátt því sá sem er 110 þarf ekkert að borga en þið getið lesið meira um þetta á http://brynjarsvans.blog.is/blog/brynjarsvans/entry/296519
Ég skrifaði Icelandair bréf eftir að ég kom heim þann 31/3 og hef ekki heyrt hósta né stunu frá þeim og ætla þeir trúlega engu að svara. Bréfið hljóðaði svona.
Ég var að koma frá Kaupmannahöfn 30/3 og var látinn greiða 565 danskar krónur fyrir 5 kíló í yfirvigt eða 113 DKK á kíló en það er samkvæmt genginu í dag 16,26 = 1837 kr. En eftir því sem mér skilst þá þyrfti ég ekki að greiða nema 970 kr. pr. kíló ef ég væri að fara frá KEF til CPH. Hvernig leysum við þetta?????
Og nú spyr ég, er þetta í lagi og eðlilegir viðskiptahættir??? Mér var gefið upp af starfsmanni flugfélagsins að ég þyrfti að greiða 970 kr. í Keflavík en er svo með afrit reiknins frá Kaupmannahöfn upp á 1837kr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 22:39
Ísland - Finnland 2 - 4
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 19:48
Ísland - Danmörk 2 - 4

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 09:40
Leik frestað
Búið er að fresta leiknum sem vera átti í dag en starfsmenn vallarins ætla að nota daginn til að ryðja snjóinn af honum en það er 25 cm snjólag á honum. Spáin er betri fyrir næstu daga en það á að hlýna en vindur aðeins að aukast í leiðinni.
Fórum í bíó í gær og sáum mynd sem heitir The Bucket list með Jack Nicholson og Morgan Freeman, mjög góð mynd. Eftir myndina var sagt við mig "pabbi svona gætu þið Gunni tekið upp á"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2008 | 20:06
Ísland - Rússland 3 - 4
Í dag var spilað við Rússland og urðu úrslitin ekki nógu góð fyrir okkur klaufa mistök sem vonandi gerist ekki oftar í keppninni. Annars spiluðu stelpurnar ágætlega en það komu fyrir kaflar í bæði fyrri og seinni hálfleik þar sem þær voru hálf værukærar. en í upphafi þess seinni kostaði það að Rússland náði að breyta stöðunni úr 3 - 1 yfir í 3 - 3 eftir aðeins um 8 mín. Annar verðum við að vona að aðstæður breytist hér því það er snjókoma hjá stelpunum þar sem þær eru á Jótlandi og það þurfti að ryðja völlinn í morgun svo að hægt væri að keppa á honum. Það er minni snjór hér í Odense. Við Hjördís þurfum að aka 340 km fram og til baka til að sjá leikina. Læt heyra meira frá mér síðar er hálf andlaus eftir daginn. Hafið það sem best á fróni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2008 | 16:33
Kominn til Danmerkur
Kom til Odense í gærkvöldi og það var rigning og rok alla leiðina frá Kaupmannahöfn og á Stórabeltisbrúnni var hífandi rok og voru faratæki sem tækju mikinn vind á sig vöruð við að fara yfir. U-17 liðið kemur á morgun og eiga stelpurnar 4 - 5 tíma rútuferð fyrir höndum til bæjarins Vildbergs sem er á Jótlandi. Spáð er snjókomu í nótt og hvössum vindi.
Við feðginin höfum eitt deginum að mestu á rúntinum, fórum að skoða den Fynske Landsby en þar eru gamlir húskofar frá um 1600 og voru þar inni húsmunir frá þeim tímum. Við fengum þar að smakka rúggraut sem eldaður var í tilefni föstudagsins langa og okkur langar ekkert að smakka hann aftur. Mjög lítillátur matur enda eldaður til minningar um sorglegasta dag ársins. Við ætlum svo í bíó í kvöld og hafa það bara huggulegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 16:45
Dorgveiði
Dag nokkurn fór hún og keypti það dót sem hún þurfti til
veiðanna. Hún fann sér góða stað og byrjaði. Allt í einu
heyrði hún rödd segja:,, Það er enginn fiskur í vatninu.
Ljóskan leit í kringum sig en sá engan og hélt áfram að
veiða. Aftur heyrðist kallað:,,Það er enginn fiskur í vatninu.
Í þetta sinn spurði ljóskan:,,Hver talar? Þá var svarað:,,
Þetta er forstöðumaður skautahallarinnar!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 11:11
U17 landslið kvenna - Milliriðill EM 2008
1 | mán. 24. mar. 08 | 12:00 | Ísland - Rússland | 3 - 4 | ||||
2 | mán. 24. mar. 08 | 14:30 | Finnland - Danmörk | 0 - 0 | ||||
3 | mið. 26. mar. 08 | 12:00 | Finnland - Rússland | 1 - 0 | ||||
4 | mið. 26. mar. 08 | 14:30 | Danmörk - Ísland | 4 - 2 | ||||
5 | lau. 29. mar. 08 | 14:00 | Ísland - Finnland | 2 - 4 | ||||
6 | lau. 29. mar. 08 | 14:00 | Rússland - Danmörk | 0 - 2 |
Bloggar | Breytt 29.3.2008 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 118975
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar