Færsluflokkur: Bloggar
3.7.2008 | 12:05
Danmerkurferð

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 10:06
Veiðivötn
Veiðivatnatúrinn hjá mér er búinn í ár, varð að yfirgefa félagana þegar túrinn var hálfnaður en svona er lífið ekki alltaf dans á rósum Annars gekk þetta bara vel hjá okkur vorum komnir með á milli 60 og 70 fiska eftir einn og hálfan dag sá stærsti rúm fjögur pund og náði ég honum. Ég og Gunnar elduðum kjötsúpu í gærkvöldi eina 19 lítra (eins og ég vildi hafa hana) og voru menn bara nokkuð ánægðir með hana en skammturinn dugar örugglega í dag líka handa strákunum. Veðrið var alveg þokkalegt þarna upp frá en það kom örlítið haglél í gær. Ég set hér inn mynd af Ara frænda mínum að yfirfara aflann.
Fékk þær fréttir að eitthvað yfir 200 fiskar komu á land svo að það er ljóst að það fær einhver silung í matinn
Bloggar | Breytt 3.7.2008 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 07:39
Veiðivötn
Veiðivatnatúrinn árlegi er eftir helgina og verður gott að komast þangað í sæluna. Ég og Gunnar komum til með að sjá um matinn og upplýsist það hér með að við ætlum að elda kjötsúpu eins og ég vil hafa hana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2008 | 22:19
Helgin og Hekla
Ég fékk heimsókn í gær og var það Óðinn og sonur, við höfðum spáð í að fara í fjallgöngu og var Hekla efst á óskalistanum en að vanda er hún erfið sökum þess hve hún er iðin við að hekla skýjahulu yfir kollinn á sér. Við eyddum laugardagskvöldinu í að borða nammi og horfa á Mummy og svo var farið að sofa. Við rifum okkur upp í morgunmat upp úr sjö og vorum síðan komnir að Heklurótum rúmlega níu, en hún varð fyrir valinu þrátt fyrir smá skýjahulu. Við vorum mest alla leiðina í snjó og var hann frekar leiðinlegur yfirferðar, sukkum mikið og var þetta með erfiðari ferðum, tók mikla orku. Síðustu 2 km voru sérstaklega erfiðir en þar sukkum við mest og sáum lítið því við komum í þokuna í um 1300m. hæð og þar með var útsýnið búið, fram að því hafði það verið frábært. Það tók mig Óðinn og Svan 6 klst. að ganga þessa 14 km og þrátt fyrir allt erfiðið var ferðin góð. Enduðum við svo ferðina í pottinum hjá mér og létum hann nudda þreytta vöðva
Setti inn nokkrar myndir að ósk dyggs lesanda síðunnar, albúmið heitir Fjallaferðir einnig fóru nokkrar myndir inn úr Veiðivötnum
Bloggar | Breytt 15.6.2008 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 08:56
Vinir
Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóru
þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum
sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn; " Í DAG
GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á´ANN!"
Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út
í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri druknaður, en
var bjargað af vini sínum.
Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í stein; "Í DAG BJARGAÐI
BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKKNUN".
Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði:
"Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar þú í
steininn. "Af hverju?" Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér eitthvað
illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur
eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa
það í stein þar sem enginn getur eytt því.
"LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN"!
Það er sagt að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju,
einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana, en HEILA ævi
að gleyma henni.
Sendu þessa sögu til manneskja sem þú gleymir aldrei, og mundu að
senda hana tilbaka. Ef þú yfir höfuð sendir hana ekki til neins, þá
þýðir það bara eitt, að þú hafir of mikið að gera og hafir gleymt
vinum þínum.
"GEFÐU ÞÉR TÍMA TIL AÐ LIFA - OG EIGÐU GÓÐAN DAG!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2008 | 22:41
Fossbúinn
Mér datt svona rétt í hug að setja inn eina mynd af fallegum urriða sem ég veiddi fyrir norðan hér um árið, svona rétt til að gleðja lesendur síðunnar einnig bjó ég til nýtt myndaalbúm sem heitir veiði og eru þar nokkrar myndir líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2008 | 22:59
Hvannadalshnjúkur
Var að koma af Hvannadalshnjúk og var þessi ferð alveg ágæt nema hvað veðrið hefði mátt vera betra. Það var rignig í byrjun ferðar sem breyttist svo í hríð, en veðurspáin gerði jafnvel ráð fyrir að það létti til á hnjúknum milli 3 og 6 en það brást. Þetta veður var mjög svipað og á síðasta ári ekki hægt að taka fallegar myndir af landslaginu. Vonandi gengur bara betur næst. Það tók okkur rúma 13 tíma að ganga þessa 25 km, færið til göngu var nokkuð gott í þessari ferð. Þegar af jöklinum kom beið okkar grillveisla og svo var farið í heitapottinn í Svínafelli á eftir sem var vel þeginn. Myndir úr ferðinni eru í myndaalbúmi
Bloggar | Breytt 13.5.2008 kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2008 | 21:21
Miðskálaeggið
Við félagarnir gengum upp á Miðskálaeggið sem er fjall upp af bænum Miðskála V- Eyjafjöllum. Þetta er snar bröttt hlíð og með skriðu efst en þar fórum við eitt skref áfram og runnum hálft til baka á köflum en þetta var gaman þegar upp var komið en þar var gott skyggni yfir sveitina og til eyja. Gengum eftir brúninni að Þríhyrningi og Skollhausum en þá vorum við komnir á Miðskálaheiðina sem teygir sig inn að Eyjafjallajökli, lá leið okkar eftir heiðinni og niður með gili miklu og fallegu, og viti menn Miðskálagil heitir það, ótrúlegt hvað menn eru hugmyndaríkir í nafngiftum komum við svo í bílinn eftir 4,5 tíma ferð, lögðum við að baki 10 km. sem er ágætis innlegg í okkar þjálfun fyrir Hvannadalshnjúk í næsta mánuði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2008 | 16:08
EM U-19 í Belgíu
Dagný fór á EM að spila með landsliðinu og töpuð þær fyrsta leiknum á móti Belgum 0 - 1.
Á Íslandi er alltaf verið að tala um að efla þurfi kvennaknattspyrnuna. Þetta kvennalandslið sem núna er úti er eina landsliðið sem er að spila þessa dagana. Á RÚV var ekki minnst á þennan leik í íþróttaþættinum og ekki var heldur hægt að sjá úrslitin á textavarpinu. Á þessari stöð hef ég heyrt það oftast nefnt að efla þurfi kvennaknattspyrnu, og nú spyr ég af hverju fjalla þeir þá ekki um þetta til að efla þessa grein???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 118975
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar