Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2008 | 21:56
Valur Íslandsmeistari kvk í knattspyrnu 2008
Valur varð í dag meistari í kvennaflokki og náði Dagný sínum öðrum titli á tveimur árum. Til hamingju stelpur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2008 | 17:36
Skotar í pilsum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 20:21
Vatnamótin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 20:51
Grunnavík
Ég, Berglind, Baldur, Óðinn, Herdís og Svanur fórum í þessa fínu gönguferð um helgina. Hún hófst þann 14 ágúst er við komum í Unaðsdal við Ísafjarðardjúp og þar tjölduðum við, gangan sjálf hófst svo daginn eftir. Við vöknuðum um kl. 5 og vorum komin af stað fyrir kl. 6. Leið okkar lá um Öldugilsheiði, eftir vegslóðanum sem þar er, alveg niður í Leirufjörð. Við yfirgáfum slóðann svolítið fyrir ofan brún og röltum eftir brúninni og steyptum okkur síðan niður hlíðina sem var brött á köflum, ca. 1 km. fyrir innan Leiru. Þessi hluti dalsins er mjög fallegur og það er gaman að hafa komið þangað. Það var alveg með ólíkindum hvað við sáum mikið af berjum og hafði ekkert okkar séð annað eins magn, gjörsamlega allt svart eða blátt. Síðan lá leið okkar eftir ströndinni um mjög fallegt landslag og yfir mjög kaldar ár en ég fraus á tánum við hverja ferð yfir, en þær urðu nokkrar með ferðafélagana og bakpokana Allt gekk þetta þó stórslysalaust fyrir sig og vorum við komin til Grunnavíkur að verða 21:30 eða eftir 15,5 klst. og 36,5 km göngu. Ég fór að sofa um miðnætti eftir góða ferð í pottinn og held að ég hafi verið sofnaður áður en ég lenti á koddanum, enda ósofinn frá nóttinni áður.
Við frestuðum því um eitt ár, af óviðráðanlegum orsökum, að ganga gömlu póstleiðina til baka þannig að við hringdum á taxa sem var Sómi 1000 og við stýrið sat bóndinn í Æðey. Hann sigldi með okkur að bænum Bæ við Ísfjarðardjúp og vorum við komin þangað um kvöldmatarleytið á laugardag eftir að hafa átt mjög skemmtilegan dag með húsráðendum í Sútarabúðum. Við slógum svo upp grillveislu og áttum hugglegt kvöld saman við djúpið. Myndir úr ferðinni eru í myndaalbúminu.
Bloggar | Breytt 21.8.2008 kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2008 | 21:43
Tófuyrðlingur
Skrapp í bæinn í gærkvöldi og á leið minni yfir Hellisheiðina sá ég tófuyrðling um 3 mánaða gamlan hringsnúast í vegkantinum því það hafði trúlega verið keyrt á ræfilinn og var hann hálf rotaður. Ég tók greyið upp og þar sem ég hélt á honum kom maður og bauð mér að taka við honum og farga honum þar sem hann væri alvön refaskytta, ég benti honum á að ég gæti skotið hann sjálfur og setti hann svo bara aftur í bíl. Hjördís taldi hann fótbrotinn en við nánari skoðun reyndist það ekki vera en dýrið hjarnaði smátt og smátt við eftir rotið og svo bílveikina á leið í bæinn og er hinn hressasti núna í vörslu Óðins. Það var samdóma álit okkar bræðra að þessi yrðlingur væri ekki feigur víst hann slapp alveg ómeiddur úr slysinu svo að við gefum greyinu líf og verður honum slepp á ónefndum stað í kvöld. Hann fær að lifa í okkar náttúru enda tófan elsti landnemi þessa lands. Set inn mynd af honum fljótlega. Tveir refir saman
Bloggar | Breytt 11.8.2008 kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2008 | 19:21
Vangaveltur um efnahagsmál
Þegar ég heyrði í hádegisfréttunum í dag um útflutning frá Íslandi þá fór ég að velta hlutunum smávegis fyrir mér. Þegar ákveðið var í fyrrahaust að skerða fiskinn hjá kvótakóngunum á Íslandi vegna lélegs ástands fiskistofnana í hafinu, þá fóru þeir að barma sér hver á fætur öðrum í fréttum sjónvarpsstöðvanna. Nú spyr ég ef maður átti 100 kg í fyrra og var skertur niður í 80 kg hvað er hann að fá í dag fyrir sín 80 kg. miðað við 100 kg. í fyrra. Af hverju eru þeir hættir að barma sér?? Jú ég held að ég viti það Geiri og Solla felldu gengið til að bjarga sægreifunum einu sinni enn og svo er alltaf sagt að þetta sé allt vegna ástandsins í heiminum en þau fylgjast vel með segja þau en á meðan blæða heimilin út hér á landi í þeirra 14% verðbólgu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2008 | 09:55
Síðan komin í lag
Nú fyrir stuttu lauk viðamikilli viðgerð á blog.is. Þar með á útlit bloggsíðna að lagast sjálfkrafa.
Loksins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 07:48
Heppinn flugmaður
Hann má teljast heppinn flugmaðurinn sem flaug á línuna yfir Hvítá milli Brattholts og Jaðars. Held það svei mér þá að hann hafi unnið sinn stærsta vinning til þessa, lífið sjálft. Því það er með ólíkindum að vírinn skildi slitna við svona létta flugvél og hann skildi komast með lítið skemmda vélina upp á túnið á Jaðri, en svona er lífsins lottó ótrúlegt ég skil þetta ekki enn því þessi tegund af línuvír er það sterkur. Myndin er tekin þegar búið var að skjóta línu yfir ánna og sést vel hve áin er ófrýnileg yfirferðar
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/17/fisvel_flaug_a_rafmagnslinu/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 17:30
Veiðitúr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 20:30
Meira um yfirvigt
Áður en við lögðum af stað heim þá leyst okkur ekki á þyngdina á töskunum okkar svo að við ákváðum að fá okkur kassa og senda varning heim með pósti og útkoman var þessi.
13 kg með póstinum kostuðu 345 danskar krónur en ef við hefðum þurft að borga yfirvikt á flugvellinum þá væri það 1300 danskar krónur svo að nú getur hver reiknað fyrir sig.
Muna þetta í næstu verslunarferð fyrir jólin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar