Tófuyrðlingur

Skrapp í bæinn í gærkvöldi og á leið minni yfir Hellisheiðina sá ég tófuyrðling um 3 mánaða gamlan hringsnúast í vegkantinum því það hafði trúlega verið keyrt á ræfilinn og var hann hálf rotaður. Ég tók greyið upp og þar sem ég hélt á honum kom maður og bauð mér að taka við honum og farga honum þar sem hann væri alvön refaskytta, ég benti honum á að ég gæti skotið hann sjálfur og setti hann svo bara aftur í bíl. Hjördís taldi hann fótbrotinn en við nánari skoðun reyndist það ekki vera en dýrið hjarnaði smátt og smátt við eftir rotið og svo bílveikina á leið í bæinn og er hinn hressasti núna í vörslu Óðins. Það var samdóma álit okkar bræðra að þessi yrðlingur væri ekki feigur víst hann slapp alveg ómeiddur úr slysinu svo að við gefum greyinu líf og verður honum slepp á ónefndum stað í kvöld. Hann fær að lifa í okkar náttúru enda tófan elsti landnemi þessa lands.Smile Set inn mynd af honum fljótlega.  Tveir refir samanSmile

Rebbi 092 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brynjar

þú ert nú meiri veiðimaðurinn

sigrún (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 118742

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband