18.8.2008 | 20:51
Grunnavík
Ég, Berglind, Baldur, Óðinn, Herdís og Svanur fórum í þessa fínu gönguferð um helgina. Hún hófst þann 14 ágúst er við komum í Unaðsdal við Ísafjarðardjúp og þar tjölduðum við, gangan sjálf hófst svo daginn eftir. Við vöknuðum um kl. 5 og vorum komin af stað fyrir kl. 6. Leið okkar lá um Öldugilsheiði, eftir vegslóðanum sem þar er, alveg niður í Leirufjörð. Við yfirgáfum slóðann svolítið fyrir ofan brún og röltum eftir brúninni og steyptum okkur síðan niður hlíðina sem var brött á köflum, ca. 1 km. fyrir innan Leiru. Þessi hluti dalsins er mjög fallegur og það er gaman að hafa komið þangað. Það var alveg með ólíkindum hvað við sáum mikið af berjum og hafði ekkert okkar séð annað eins magn, gjörsamlega allt svart eða blátt. Síðan lá leið okkar eftir ströndinni um mjög fallegt landslag og yfir mjög kaldar ár en ég fraus á tánum við hverja ferð yfir, en þær urðu nokkrar með ferðafélagana og bakpokana Allt gekk þetta þó stórslysalaust fyrir sig og vorum við komin til Grunnavíkur að verða 21:30 eða eftir 15,5 klst. og 36,5 km göngu. Ég fór að sofa um miðnætti eftir góða ferð í pottinn og held að ég hafi verið sofnaður áður en ég lenti á koddanum, enda ósofinn frá nóttinni áður.
Við frestuðum því um eitt ár, af óviðráðanlegum orsökum, að ganga gömlu póstleiðina til baka þannig að við hringdum á taxa sem var Sómi 1000 og við stýrið sat bóndinn í Æðey. Hann sigldi með okkur að bænum Bæ við Ísfjarðardjúp og vorum við komin þangað um kvöldmatarleytið á laugardag eftir að hafa átt mjög skemmtilegan dag með húsráðendum í Sútarabúðum. Við slógum svo upp grillveislu og áttum hugglegt kvöld saman við djúpið. Myndir úr ferðinni eru í myndaalbúminu.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldeilis sem þið eruð dugleg systkinin.
En þetta júnit er bara yndislegt Brynjar minn..... :)
http://brynjarsvans.blog.is/users/ae/brynjarsvans/img/picture_297.jpg
Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:04
Sammála þessu með júnitið. Gerist ekki flottara
Alla (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 17:46
Þetta hefur verið flott ferð.Frikki hefur verið brattur,og kominn með heitan pott.
kv ST
Steindór Tómasson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.