Hvað er fátækt?

Ég verð að birta þetta en mér var að berast þetta í dag. Mjög gott erindiSmile

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr. Þeir dvöldu í tvo daga og tvær nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.
    Á heimleiðinni spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin. ,,Hún var frábær, pabbi,” sagði drengurinn glaður í bragði.
,,Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn.
,,Ó já," sagði sonurinn. ,,Það fór ekki á milli mála.”
,,Jæja, segðu mér þá; hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.
,,Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra,” sagði sonurinn. ,,Við eigum sundlaug sem nær út í miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur. Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur sem lýsa þeim veginn á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn. Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum. Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum
sem verja þau.”
    Faðir drengsins var orðlaus.
Þá bætti sonurinn við: ,,Takk pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum
.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Svansson

Höfundur

Brynjar Svansson
Brynjar Svansson

Útivistarmaður og veiðimaður á allt sem leyfilegt er að veiða. Ég bý á Hellu og á þjú börn Hjördísi, Atla  og Dagnýju.  - brysva@isl.is

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Snæfellsjökull 090612 028
  • Heimleið
  • Grunnavík
  • Ófæran við Maríuhorn
  • Maggi, Áslaug og Gummi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband