20.5.2009 | 09:45
Norðurferð
Ég skrapp norður í Aðaldal á fimmtudaginn og eyddi þar helginni með Hjördísi og Pétri. Á föstudaginn gekk ég á Geitafellshnjúkinn og var sá göngutúr um 10 km. í góðu veðri, mjög fallegt útsýni er yfir Aðaldalinn og nærsveitir af hnjúknum eins og myndirnar sýna, ég var mjög latur við að mynda í þessu túr en lofa bót og betrun í þeim málum. Á laugardeginum fór ég í tveggja tíma göngutúr í hlíðum Kaldbaks í frábæru veðri en nennti ekki upp á topp þar sem ég sökk um 10 cm í snjóinn og var það frekar erfitt, hefði klárað mig á því. Ætla upp þegar snjórinn hefur bráðnað meira. Ég lagði af stað upp frá sama stað og snjósleðarnir sem voru mjög margir þennan dag.
Fór svo til veiða á sunnudagsmorguninn í 6°C hita og hafði einn 4 punda urriðahæng sem var mjög gaman að eiga við því þetta var fyrsti fiskur sumarsins.
Um bloggið
Brynjar Svansson
Ýmsir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.